Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 71
Kirkjuritið. ViðhorfiÖ til kirkjunnar fyr og' nú.
'65
sinu starfsviði. Kirkjan þarf að fá aukið fé til umráða,
ltæði til bókaútgáfu, og til þess að geta sent áhugasama
menn út um landið til þess að vekja, einkum æskuna, til
ljósari meðvitundar um köllun sína. Að því verður að
stuðla með ráðum og dáð, að verulegir úrvalsmenn að
áhuga og gáfum laðist til þess að stunda guðfræðinám
og ganga í þjónustu kirkjunnar, og jafnframt verður að
trvggja þeim þá ágætustu kennslukrafta, sem kostur er á.
En hér þarf enn meira og víðtækara starf. Þjóðinni
sjálfri þarf að skiljast það, að kirkjan i þessu landi er
meira en liinn fámenni liópur prestanna. Ivirkjan er einnig
fólkið, söfnuðirnir í hverri byggð, kirkjan er samfélag
allra þeirra, sem trúa á Guð, gæzku lians og mátt, allra
þeirra, sem unna hugsjónum Jesú Krists, allra þeirra,
sem vilja stvðja og efla lieilbrigðara samlíf, styðja gró-
andi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á á „Guðs“
ríkis braut. Ef kirkjan á að verða þess megnug að rækja
köllun sína nú og vinna silt stóra hlutverk, verður fólkið
sjálft, söfnuðurnir, að hjálpa til. Enginn má þar hlaupast
undan merki eða skjótast undan skyldu til þess að velta
henni vfir á aðra, ekki prestarnir, ekki stjórnmálamenn-
irnir, ekki kennararnir, og allra sizt söfnuðirnir í liverri
tyggð.
Akrarnir eru jjegar hvítir lil uppskeru. Verkefnin
híða allsstaðar eftir starfandi huga og hönd. Það, sem
skortir, er ekki verkefnin, heldur framtakið, trúin, starfs-
viljinn. Það er eins og skáldið segir:
Fyrst er að vilja veginn finna,
vaka og biðja í nafni hans
meistaranna meistarans.
Þrevtast eigi, vinna, vinna,
vísdóms æðstu köllun sinna,
leita sífellt sannleikans.
Og hann hætir við þessu, sem ég vildi gera að niður-
lagsorðum mínum hér í kvöld.