Kirkjuritið - 01.01.1944, Side 18
12
Páll Þorleifsson:
Jan.-Febr.
Meðan höfuðklerkar þessir sátu að vöidum i islenzkri
kirkju og orð þeirra voru lesin og lærð á liverju heimili,
varð hvert hreysi að höll hámenningar í trú, í siðum, í
list, í ræktun móðurmáls í hvert sinn, sem bæluir þeirra
voru opnaðar. —• í gegnum alla söguna hefir kirkjan
borið gæfu til að sameina allar þjóðirnar í eitt allsherj-
ar trúarsamfélag. Ofstækisfullum sérkreddustefnum hef-
ir verið haldið í skefjum og þar með úlfúð margskonar
og óvægum deilum um viðkvæm efni drepið á dreif.
Fram yfir síðustu aldamót voru nær því allir prestar
hér á landi jafnframt bændur i sveit. Lífsbarátta alþýðu
var þeim vel kunn og þeir höfðu aðstæður til þess að
iáta almenn mál til sin taka, þau er til menningar horfðu.
Ýmsir þeirra iiafa á úrslitastund reynzt þjóð sinni af-
burða forystumenn og á tímum hörmunga fórnfúsir
leiðtogar. Öll fræðslumál voru að mestu í þeirra hönd-
um, bæði barna og þeirra unglinga, sem hugðu til náms
i æðri skólum. Sá þáttur kirkjunnar að leita að manns-
efnum út um allar byggðir landsins og að reyna að koma
þeim til nokkurs þroska er ekki ómerkur i baráttunni
fyrir menningu og þjóðerni. Sagan kynni frá færri úr-
valsmönnum að herma, ef þetta starf hefði verið órækt.
()g enn er það svo, að varla mun sá piæstur sitja í sveit,
sem ekki verður árlega að sinna meira og minna kennslu
nemenda til undirbúnings æðri skóla. Engar skýrslur
liggja fyrir um þetta starf, en félli það niður, myndi
áreiðanlega hlutur dreifbýlisins versna að mun gagn-
vart kaupstöðum með að koma efnilegum mönnum til
náms. Þrátt fyrir fjölgun skóla i bæ og' bvggð hefir ekki
verið séð fyrir fræðsluþörfum þeirra unglinga í sveit og
þorpum, sem bafa löngun og þroska til langskólanáms.
Þjóðfélagið hefur brugðizt skyldu sinni gagnvárt þeim,
en kirkjan mjög víða komið þeim lil aðstoðar og jafn-
vel hafið leit að slíkum nemendum. Þetta starf er unnið i
kyrþey, án auglýsinga. En íslenzkri menningu er það
jafn dýrmætt fyrir þvi, og mun kirkjan telja, að hún sé