Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 5
KirkjuritiÖ.
,,Og dýrð Drottins
Ijómaði í kringum þá“.
Lúk. 2,9.
ÓLAHÁTÍÐIN kemur til mannkynsins
með birtu og yl, bæði í ytra og innra skilningi.
Eitt af fegurstu og yndislegustu einkennum
hennar er birtan. Enginn boðskapur hefir
borið með sér meiri birtu til jarðarinnar, en
fagnaðarerindi Jesú Krists. Jólin eru eilíft tákn um náð
Guðs og kærleika. Þá opnaðist oss himinn Guðs. Með þá
dýrðarsýn í huga ættum vér öll að geta sagt, þrátt fyrir
alla skugga:
„Þín náðin, Drottinn, nóg mér er,
því nýja veröld gafstu mér.
Þótt jarðnesk gæfa glatist öll,
ég glaður horfi á lífsins fjöll.“
Jólin hrinda burt myrkri og kulda. Þau þagga harm og
vekja vonir.
Við jötuna, þar sem barnið hvílir — vakna margar hugs-
anir. Útsýnið þar er svo ólíkt því, sem hún er oft í reynslu
og erfiði hins jarðneska heims.
„Hið lága færist fjær,
en færist aftur nær
hið helga og háa.“
En það er án efa sú útsýn, sem mannkynið nú þráir heitar
en nokkru sinni fyrr. Æðri útsýn, sem veitt geti hvíld frá
stríði, hörmungum og þrautum, sem nú þjaka þá, sem á
jörðu lifa.
Hina fyrstu jólanátt var mannkyninu flutt friðarkveðj-
an að ofan. — Það leyndi sér ekki, að friðurinn var talinn
19'