Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 62
330
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
Alls eru þannig kandídatar síðustu hundrað árin frá
Prestaskólanum og guðfræðideild Háskólans 416.
IX.
Hvernig hefir þessi flokkur reynzt?
Hefir íslenzk prestastétt orðið það, sem dr. Pétur Péturs-
son kvað henni ætlað að verða í setningarræðu sinni?
Er blaðið, sem þá var óskrifað, nú orðið vel skrifað eftir
100 ár?
Um einstaka menn heillar stéttar geta að sjálfsögðu
alltaf orðið misjafnir dómar. En yfir íslenzka prestastétt
í heild virðist aldarsagan fella góðan dóm.
Prestarnir hafa verið, eins og
vitur fræðimaður komst að
orði, höfuðverðir íslenzkrar
menningar. Alþýðufræðslan hef-
ir mjög hvílt á herðum þeirra
og margir þeirra gerzt brjóst
fyrir alls konar umbótum í
menntamálum og öðrum fram-
faramálum. Þeir hafa oft komið
fyrstir auga á beztu mennsefnin
í söfnuðum sínum, kennt þeim
sjálfir og stutt til fulls þroska.
Fjöldi prestsheimila hefir reynzt
hollur skóli öllum, sem þar hafa
dvalizt, veitt bágstöddum hjálp
og skjól og orðið öðrum heimilum til fyrirmyndar. Og
sumir prestar hafa gerzt sjáarar og andlegir leiðtogar allr-
ar þjóðarinnar, orðið afburða skáld, einkum sálmaskáld,
og rithöfundar. Af nafni eins stendur mestur ljómi, og mun
lýsa í aldir fram, — Matthíasar Jochumssonar.
Á þingi þjóðarinnar hafa þeir getið sér góðan orðstír
og eigi ekki ómerkan þátt í þingsögunni. Gjörkunnug-
ur maður hefir borið þeim þennan vitnisburð: „Þeir voru
langtum óeigingjarnari en nokkur önnur stétt á þinginu.
Séra Matthías Jochumsson.