Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 78
346
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
guðfræðideild Háskólans og þau, er ég enn hefi haldið eftir,
mun ég einnig senda þangað, svo að þar geti þeir, sem
óska, kynnt sér allt kennsluefni og fyrirkomulag námsins á
fyrri aldarhelmingi skólans.
Undir lok þessa aldarhelmings gjörðist breyting á, þótt
eftir það kunni ég þar eðlilega minni deili á. Reglugjörð
skólans var frá 1850, en 1895 var sett fyrir hann ný reglu-
gjörð, þar sem námstíminn var lengdur í 3 ár og kennslu-
greinum fjölgað. Með nýjum kennurum kom einnig ný
stefna og nýr svipur á skólann. Með forstöðumönnunum
Þórhalli, síðar biskupi, Bjarnarsyni frá 1885 og einkum
Jóni, einnig síðar biskupi, Helgasyni frá 1894, og prófess-
orunum Haraldi Nielssyni frá 1908 og Sigurði P. Sívertsen
frá 1911, er Háskólinn tók til starfa, hófst tilslökun frá
hinni íhaldssömu rétttrúarstefnu og þróun til frjáls-
lyndis og viðurkenningar á fullu kenningarfrelsi með stofn-
un Háskólans, sem eðlilegt er og verða hlaut, því að það
hlýtur að vera hlutverk háskóla (universitas) og hverr-
ar námsgreinar hans að finna og kenna sannleikann (hver
sem hann er) með leiðsögn áður vísindalega staðfestrar
þekkingar og eigin rannsókn.
Allir hafa þessir nefndu kennarar á tímamótum fyrri og
síðari aldarhelmings Prestaskólans og guðfræðideildar Há-
skólans sem þannig undirbjuggu og um leið sköpuðu þá
víðsýni, sem hæfði stofnun Háskólans — allir gátu þeir
sér gott og mikið orð fyrir lærdóm sinn og vísindalega
fræðslu.
Og þess verður að geta, er minnzt er á þá frjálslyndu
stefnubreytingu, er ég gat um, að jafnframt henni og í
samræmi við hana lagði prófessor Haraldur Nielsson stund
á að kynnast sjálfur og kynna lærisveinum skólans sálar-
rannsóknir nútímans, og vakti það athygli nemendanna
og samþykki margra, því að þótt ekki væri það kennslu-
grein eða viðurkennt guðfræðiatriði, getur trúarvitund
mannsins ekki til lengdar komizt fram hjá þeirri þekking,
sem þær rannsóknir hafa veitt, og hefir það einnig verið