Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 101
Kirkjuritið Sunnudagaskóli eða guðsþjónusta.
369
takandi, að Kristur er eign þess, eins og liinna ltarn-
anna. Þetta megnar sunnudagaskóli, fremur en nokkur
önnur kirkjuleg atliöfn. Ég vil taka undir þessi orð
prófessorsins: „Margur prestur getur sótt til sunnu-
dagaskólans og barnanna þar svo mikla örvun í starfi
og lært þar svo mikið, að óvíst er hvort hann miðlar
meiru en liann hlýtur“. Þetta tel ég, af eigin reynslu,
algerlega rétt. Og svo er það þetta, sem hann einnig
segir, sem mér virðist eiga erindi til allra, sem vilja
starfa meðal barna og sjá þar árangur. „Umfram
allt elcki stirðna í formum og hátíðlegheitum fram
yfir það, sem eðlilegt er og skapast af sjálfu sér. Börn
eru næm á það, livað er ekta og hvað tilbúið. Og hörn
eru börn.“
Margir, já, líklega allir sértrúarflokkar og' önnur fé-
lagssamtök kristinna karla og kvenna hér á landi
hafa sunnudagaskóla. Ég hefi lítillega lcynnzt þeirri
starfsemi, en út frá þeirri kynningu hefi ég orðið var
innilegs áhuga og sums staðar g'læsilegs árangurs. Ég
held, að það sé kominn timi til þess fyrir okkur prest-
ana að gera meira fvrir börnin en hingað til liefir
orðið vart lijá okkur. Kirkjuritið hefir ætíð verið mjög
hvetjandi að starfsemi meðal barnanna. Báðir ritstjór-
arnir hafa gert mikið til þess að glæða áhuga presta
fyrir slíkri starfsemi. Það er vonandi, að þetta áhuga-
niál þeirra kafni ekki í þögn og athafnaleysi þeirra,
sem orð þeirra voru töluð til.
Að lokum þetta: Við þurfum að eignast vandað
harnablað á vegum kirkjunnar og eitthvað af aðgengi-
legum, kristilegum barnabókum. Að vísu eru til nokk-
ur ágæt kristileg barnablöð hér á landi, en ekkert
þeirra er á vegum kirkjunar. Úr þessu þurfum við
að bæta og það sem fyrst. Ef til vill fáum við hráð-
lega sunnudagaskólastjóra, og verði hann ötull og á-
hugasamur, er vonandi, að hann geti einnig bætt úr
lesþörf barnanna.
25*