Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 57
Kirkjuritið. Ræða Ásmundar Guðmundssonar.
325
[Eiríkur Magnússon frá Cambridge]. Heilög spekimál í
fögrum búningi eru fengin oss í hendur og niðjum vorum
til verndar því, sem vér eigum bezt, trúnni og tungunni.
Við þýðingarstarfið varð Harald-
ur svo gjörkunnugur Gamla testa-
mentinu, að annan eins kennara
höfum vér engan átt í fræðum
þess. Hann kenndi nemendum sín-
um að lesa rit þess sér að fullu
gagni — sýndi þeim, hvernig trú-
ar og siðgæðis hugmyndir fsraels-
manna þroskuðust stig af stigi,
unz takmarki gyðingdómsins var
náð og kristindómurinn hófst af
honum. Trúarsaga ísraels varð
þeim eins og fagurt og þróttmik-
ið tré, sem stendur að vísu rótum
djúpt í jarðvegi forneskju og fjölgyðistrúar, en guðleg op-
inberun verður því sól og dögg, unz það breiðir fagurlim
hátt mót himni. Hann lýsti af leiftrandi andagift spá-
mannastefnunni, hvernig hún lifði af alla lögmálsþrælkun
og bókstafstrú og greiddi fagnaðarerindi Krists veg. Nýja
testamentis skýring hans var í frjálsum vísindalegum anda,
og miðaði hann þar allt við orð Krists, en ekki játningar-
rit kirkjunnar, sem hann taldi aðeins heilræði góðrar móð-
ur, en mættu þó aldrei í neinu hefta sannleiksleit né
þekkingarþorsta. Hann spurði alltaf fyrst um hvað eina:
,,Er það satt?“ Leitin að sannleikanum var honum leit
að Guði, sem birtist með fegurstum og fullkomnustum hætti
í syni hans Jesú Kristi. Trú og vísindi voru honum heilög.
Hann skildi ekki fjandskap sumra kirkjunnar manna til
rannsóknanna á dularfullum fyrirbrigðum í andans heimi og
viðleitni vísindanna til að sanna eitt meginatriði kristin-
dómsins: Líf bak við hel. Hann tók þessu starfi opnum örm-
um og fagnaði því, hve trú og vísindi legðust þar á eitt.
Spíritisminn var í augum hans meðal fremur en mark. Fyrir
Séra Harataur Nielsson