Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 63
Kirkjuritið. Ræða Ásmundar Guðmundssonar.
331
Þeir voru aldrei eins auðleiddir út í málefni af hverju tagi
sem var. Ég er sannfærður um, að landinu hefir verið
unnið ógagn eitt með því að gera prestum torvelt að vera
kosnir á þing. Aðalmenn Alþingis voru einmitt prestar.“
Prédíkarar hafa íslenzkir prestar yfirleitt verið mjög
sæmilegir og sumir ágætir. Munu þeir í þeim efnum sízt
standa að baki prestum annarra þjóða. Skyldurækni þeirra
við embættisstörf, þrautseigja og fórnfýsi hefir oft verið
frábær, enda hafa ekki fáir látið lífið í þeirri þjónustu,
drukknað í straumvötnum, hrapað fyrir björg eða orðið
úti. Þeir hafa einnig margir prédikað vel „á stéttunum“
með dagfari sínu og lífei’ni. I eftirmælum eftir einn önd-
vegisklerka vorra segir: „Svona hafa þeir margir verið
upphaldsmenn menningar vorrar, sem nú eru gleymdir að
mestu og öllu, sprottnir upp úr sveitalífinu, samgrónir
bændastéttinni, búþegnar beztu, bændur og prestar í einu,
bjargvættir í bágindum, huggarar í raunum, málsvarar,
leiðtogar, læknar og kennarar“.
Já, nöfnin gleymast, og stafirnir letruðu mást af gulnuðu
blaði. Og þá væri illa farið, ef máltækið latneska reyndist
rétt: Quod non est in libris non est in mundo, það sem ekki
er í bókunum, er ekki í heiminum. En svo er ekki. Boð-
skapur kristindómsins, sem prestar vorir hafa flutt af heil-
indum hugarfarsins með kenningu sinni og lífi, varðveitist
í manns-sálunum, og áhrifin vara frá kyni til kyns. Hefði
sá straumur ekki náð að renna á liðinni öld um æðar þjóð-
inni, myndi þá ekki nú allt auðara og snauðara, siðgæði
hennar og trú?
Þökk sé nemendunum, er stóðu vel á verðinum. Blessun
Guðs vaki yfir þeim lífs og liðnum.
X.
Og að lokum: Þökk hverjum þeim, sem vel hefir verið
íslenzki’i prestastétt og menntastofnun hennar. Þökk yður
öllum fyrir hingaðkomuna og þeim, sem fylgjast með oss
í anda á þessum hátíðisdegi. Þökk Alþingi og ríkisstjórn.