Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 13
Kirkjuritið.
Helgisagan um jólarósirnar.
281
hefi ég séð svo fögur blóm, að ég hefi ekki dirfzt að slíta þau upp.“
Leikbróðirinn ætlaði að svara henni, en Hans ábóti hafði frá
æsku heyrt talað um, að skógurinn skrýddist á jólanóttina. Hann
hafði oft langað til að sjá það, en það hafði aldrei lánazt. Hann
fór nú að biðja ræningjakonuna um að mega koma í ræningja-
hellinn á jólanóttina. Ef hún aðeins vildi senda eitthvert barna
sinna til fylgdar, skyldi hann koma þangað einn, og hann skyldi
ekki svíkja þau, heldur launa þeim eins vel og hann gæti.
Ræningjakonan neitaði í fyrstu, vegna þess að hún hugsaði til
ræningjans og þeirrar hættu, sem hún stofnaði honum í, ef hún
leyfði ábótanum að koma upp í hellinn þeirra, en löngunin tii
að sýna munkinum, að garðurinn hennar væri fegurri en hans,
varð sterkari, svo að hún lét undan.
„En þú mátt ekki taka nema einn mann með þér,“ sagði hún,
>.og þú mátt ekki svíkja okkur, svo sannarlega sem þú ert heilagur
maður.“ Hans ábóti lofaði þessu, og svo fór ræningjakonan.
En Hans ábóti bannaði leikbróðurnum að segja nokkrum manni
frá þessu, sem við hafði borið. Hann óttaðist, að munkar Iians
niyndu ekki leyfa honum svo gömlum manni að fara upp í ræn-
ingjahellinn, ef þeir vissu um áform hans. Sjálfur sagði hann
heldur engum frá áformi sínu.
En svo bar það við, að Absalon erkibiskup i Lundi kom til
Hrísa og gisti þar eina nótt. Þegar Hans ábóti sýndi honum garð-
inn sinn, minntist hann komu ræningjakonunnar, og leikbróð-
•rinn, sem var þar að vinnu, heyrði að ábótinn sagði biskupnum
fró ræningjanum, sem hafði verið útlagi í skóginum í mörg ár,
°g bað um griðabréf fyrir hann, svo að hann gæti aftur lifað
heiðarlegu lífi með öðrum mönnum. „Eins og nú er“, sagði Hans
abóti, „alast börnin hans upp til þess að verða verri illræðismenn
en hann er sjálfur, og þið fáið heila ræningjafjölskyldu til þess
a® glíma við þarna uppi í skóginum.“
En Absalon biskup svaraði, að þessum illa ræningja vildi hanu
ekki sleppa niður til heiðarlega fólksins á sléttunni. Það væri
bezt fyrir alla, að hann væri kyrr í skóginum sínum. Hans ábóti
'arð þá ákafur og fór að segja biskupnum frá Gönguskógi, sem
hlæddist í hátíðarbúning hver jól. „Ef þessir ræningjar eru ekki
'erri en það, að Guðs dýrð birtist þeim,“ sagði hann, „eru þeir
'arla of vondir til þess að verða náðar mannanna aðnjótandi."
En erkibiskupinn vissi, hverju hann átti að svara ábótanum.
»Eg lofa þér því, Hans ábóti,“ sagði hann og brosti, „að þann
^ag, sem þú sendir mér blóm úr jólagarðinum í Gönguskógi, skal
e§ gefa þér griðabréf fyrir alla þá útlaga, sem þú vilt biðja griða."
Leikbróðirinn sá, að Absalon biskup var jafn vantrúaður á frá-