Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 10
278 Selma Lagerlöf: Nóv. - Des. var um mitt sumar, og garður Hans ábóta var svo fullur af blómum, að hún fékk glýju í augun af hláum, rauðum og gulum litum. En brátt færðist bros yfir andlit hennar, og hún fer að ganga mjóan stíg milli margra lítilla blómabeða. Leikbróðir nokkur var í garðinum að reyta illgresi. Það var hann, sem hafði skilið eftir dyrnar í hálfa gátt, til þess að geta kastað illgresinu í hauginn fyrir utan. Þegar hann sá ræningja- konuna með allan krakkahópinn á eftir sér koma inn í garðinn, hljóp hann þegar á móti þeim og skipaði þeim að fara úí aftur. En betlikerlingin hélí áfram eftir sem áður. Hún leit allt í kringum sig og horfði ýmist á hvítu liljurnar eða bergfléttuna, sem óx upp eftir múrnum, en skeytti ekkert um leikbrcðurinn. Leikbróðirinn hélt, að hún hefði ekki skilið, hvað hann sagði. Hann ætlaði að taka í handlegginn á ræningjakonunni og þoka henni út, en þegar hún sá tilræðið, leit hún þannig á hann, að hann hrökk aftur á bak. Hún hafði gengið Iotin undan betlipok- anum, en nú rétti hún úr sér: „Ég er ræningjakonan frá Göngu- skógi. Snertu mig, ef þú þorir.“ Og það var auðséð, að hún var eins viss um að fá að vera í friði, eins og ef hún hefði sagzt vera Danadrottning. En leikbróðirinn fór sínu fram, þó að hann væri nú mildari í máli, þegar hann vissi hver hún var. „Þú skalt vita það, ræningjakona, að þetta er munkaklaustur, og að engin kona á landinu hefir leyfi til að koma inn fyrir múrana. Og ef þú ferð ekki nú þegar, verða munkarnir reiðir við mig vegna þess að ég gleymdi að loka hliðinu, og reka mig ef til vill bæði úr klaustrinu og jurtagarðinum". En þetta hafði engin áhrif á ræn- ingjakonuna. Hún gekk þangað sem rósirnar voru og skoðaði ísóp, sem bar fjólublátt blóm, og önnur marglit blóm. Þá hafði leikbróðirinn ekki önnur úrræði en að hlaupa inn í klaustrið og kalla á hjálp. Hann kom aftur með tvo fíleflda munka, og ræn- ingjakonan sá nú, að þetta var alvara. Hún bjóst til varnar og hafði í heitingum við klaustrið, ef hún fengi ekki að vera í friði. Munkarnir voru hvergi hræddir og fcru sínu fram. Þá rak hún upp öskur, réðist á þá og reif og beit, og krakkarnir gerðu hið sama. Karlmennirnir urðu brátt ofurliði bornir og hörfuðu inn í klaustr- ið til þess að fá Iiðsauka. Þegar þeir hlupu inn ganginn í klaustr- ið, mættu þeir Hans ábóta. Hann var á hraðri ferð út til þess að sjá, hvað á gengi í juríagarðinum. Þeir urðu að kannast við, að ræningjakonan frá Gönguskógi hefði komizt inn í garðinn og að þeir hefðu ekki getað rekið hana út hjálparlaust. Hans ábóti ávítaði þá fyrir það að hafa beitt valdi og bannaði þeim að kalla á hjálp. Hann sendi báða munkana aftur til vinnu sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.