Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 10
278
Selma Lagerlöf:
Nóv. - Des.
var um mitt sumar, og garður Hans ábóta var svo fullur af
blómum, að hún fékk glýju í augun af hláum, rauðum og gulum
litum. En brátt færðist bros yfir andlit hennar, og hún fer að
ganga mjóan stíg milli margra lítilla blómabeða.
Leikbróðir nokkur var í garðinum að reyta illgresi. Það var
hann, sem hafði skilið eftir dyrnar í hálfa gátt, til þess að geta
kastað illgresinu í hauginn fyrir utan. Þegar hann sá ræningja-
konuna með allan krakkahópinn á eftir sér koma inn í garðinn,
hljóp hann þegar á móti þeim og skipaði þeim að fara úí aftur.
En betlikerlingin hélí áfram eftir sem áður. Hún leit allt í
kringum sig og horfði ýmist á hvítu liljurnar eða bergfléttuna,
sem óx upp eftir múrnum, en skeytti ekkert um leikbrcðurinn.
Leikbróðirinn hélt, að hún hefði ekki skilið, hvað hann sagði.
Hann ætlaði að taka í handlegginn á ræningjakonunni og þoka
henni út, en þegar hún sá tilræðið, leit hún þannig á hann, að
hann hrökk aftur á bak. Hún hafði gengið Iotin undan betlipok-
anum, en nú rétti hún úr sér: „Ég er ræningjakonan frá Göngu-
skógi. Snertu mig, ef þú þorir.“ Og það var auðséð, að hún var
eins viss um að fá að vera í friði, eins og ef hún hefði sagzt vera
Danadrottning. En leikbróðirinn fór sínu fram, þó að hann
væri nú mildari í máli, þegar hann vissi hver hún var. „Þú skalt
vita það, ræningjakona, að þetta er munkaklaustur, og að engin
kona á landinu hefir leyfi til að koma inn fyrir múrana. Og ef
þú ferð ekki nú þegar, verða munkarnir reiðir við mig vegna
þess að ég gleymdi að loka hliðinu, og reka mig ef til vill bæði úr
klaustrinu og jurtagarðinum". En þetta hafði engin áhrif á ræn-
ingjakonuna. Hún gekk þangað sem rósirnar voru og skoðaði
ísóp, sem bar fjólublátt blóm, og önnur marglit blóm. Þá hafði
leikbróðirinn ekki önnur úrræði en að hlaupa inn í klaustrið
og kalla á hjálp. Hann kom aftur með tvo fíleflda munka, og ræn-
ingjakonan sá nú, að þetta var alvara. Hún bjóst til varnar og
hafði í heitingum við klaustrið, ef hún fengi ekki að vera í friði.
Munkarnir voru hvergi hræddir og fcru sínu fram. Þá rak hún
upp öskur, réðist á þá og reif og beit, og krakkarnir gerðu hið sama.
Karlmennirnir urðu brátt ofurliði bornir og hörfuðu inn í klaustr-
ið til þess að fá Iiðsauka. Þegar þeir hlupu inn ganginn í klaustr-
ið, mættu þeir Hans ábóta. Hann var á hraðri ferð út til þess
að sjá, hvað á gengi í juríagarðinum. Þeir urðu að kannast við,
að ræningjakonan frá Gönguskógi hefði komizt inn í garðinn
og að þeir hefðu ekki getað rekið hana út hjálparlaust. Hans
ábóti ávítaði þá fyrir það að hafa beitt valdi og bannaði þeim að
kalla á hjálp. Hann sendi báða munkana aftur til vinnu sinnar.