Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 60
328
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
þessir ekki gleymast. Fjórar kynslóðir nemenda líða fyrir
hugarsjónir.
Fyrstir kandídatar frá Prestaskólanum, 11. ágúst 1849,
voru þessir:
Séra Jakob Guðmundsson á Sauðafelli, alþingismaður.
Séra Þórarinn Böðvarsson í Görðum, prófastur og alþm.
Séra Gísli Jóhannesson á Reynivöllum.
Séra Jón Blöndal á Hofi á Skagaströnd, alþingismaður.
Séra Benedikt Kristjánsson í Múla, prófastur og alþm.
Séra Jósef Magnússon á Knerri í Breiðuvík.
Á hálfrar aldar afmæli skólans voru 62 kandídatar frá
honum látnir en 176 á lífi. Af þeim lifa hér enn 18, allir
prestur, þar af 1 í Vesturheimi. Elztur þeirra er kandidat
frá 1883: Séra Þorvaldur Jakobsson. Frá 1884: Séra Krist-
inn Daníelsson. Frá 1885: Séra Pálmi Þóroddsson. Frá
1886: Séra Árni Þórarinsson. Frá 1887: Séra Magnús
Bjarnarson og séra Þórður Ólafsson. Þ. e. 6 sextíu ára
kandídatar og eldri.
f Prestaskólann innrituðust alls 300 nemendur, og luku
269 þeirra við hann embættisprófi. Af þeim urðu 250 prest-
ar, 2 rithöfundar, 1 tónskáld, 4 barnaskólastjórar, 1 yfir-
kennari við Menntaskólann í Reykjavík, 1 háskólabóka-
vörður í Cambridge, 1 háskólabókavörður í Edinborg og
síðar gagnfræðaskólastjóri, 1 þjóðskjalavörður, 1 banka-
féhirðir, 1 bæjarféhirðir, 3 kaupmenn eða verzlunarstjórar,
1 búfræðingur, 1 skrifari, 1 dó að nýloknu prófi. Þrjátíu
og fimm þessara manna hafa setið á Alþingi og tveir orð-
ið ráðherrar. Mjög margir þeirra hafa gerzt forystumenn
í framfaramálum sveita sinna og héraða.
f guðfræðideild Háskólans hafa innritazt alls á árunum
1911 -1947 194 nemendur og 147 þeirra lokið guðfræði-
prófi. Af þeim hafa orðið prestar 121 og af hinum 8 orðið
kennarar, 4 skólastjórar, 2 ritstjórar, 1 ráðherra, 1 bóndi,
1 húsfreyja, 1 fréttamaður Útvarps, 1 framkvæmdastjóri
K.F.U.M., 1 blaðamaður, 1 skrifstofumaður, 2 eru við
framhaldsnám, 1 nýútskrifaður, 3 dóu skömmu eftir prófið.