Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 59
Kirkjuritið. Ræða Ásmundar Guðmundssonar.
327
sér í því, er hann taldi rétt vera og horfa til bóta. Hann
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum öðrum en kennslunni, og
öllum í þjónustu kristni og kirkju. Honum var það ekki
nóg að veita nemendum sínum
fræðslu, heldur vildi hann blása
þeim í brjóst kærleik til Krists
og þess málefnis, sem honum
var helgast og hjartfólgnast.
Hann hafði í því skyni fundi
með þeim til þess að ræða um
andleg efni, að jafnaði einu sinni
í mánuði, oftast á heimili sínu.
Því betur sem þeir kynntust
honum, því meir elskuðu þeir
hann og virtu sökum brennandi
áhuga hans og trúar, stakrar
(júfmennsku og hjartahreinleika.
Hann varð mörgum þeirra meira
en kennari, hann varð þeim eins og eldri bróðir eða faðir.
Hann fylgdist með þeim, er þeir urðu prestar, og gaf þeim
góð ráð. Þeir hafa minnzt réttilega hins „milda ljóss“, er
hafi stafað frá honum hvert sem hann fór. Hann mun að
því leyti hafa verið andlega skyldur Sigurði Melsteð. Og
eins og tengdaföður hans, Helga Hálfdánarsyni, var honum
lífið Kristur.
Vér þökkum þessum mönnum — og hverjum þeim, er
lagði lið, þótt nafn hans sé ekki nefnt. Ég þakka sérstaklega
samkennara mínum, dr. Magnúsi Jónssyni, sem nú hefir
starfað við guðfræðideildina í þrjátíu ár. Guð blessi þá og
árangur iðju þeirra og lifs.
VIII
En það er lika annar, miklu stærri flokkur, sem á horf-
inni öld hefir staðið vörð um giftu Prestaskólans og guð-
fræðideildar. Þótt myndir hinna verði skýrastar i dag, mega