Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 79
KirkjuritiS.
Ræða Kristins Daníelssonar.
347
viðurkennt af merkustu kristnum kirkjudeildum stórþjóða,
svo sem Englendinga, þótt hér sé eigi tækifæri til að rök-
styðja nánara.
Ég hef nú látið hug minn dvelja við nokkrar helztu
minningar mínar frá gamla góða skólanum mínum — og
þó mjög yfirborðslega — með hugann jafnframt á arftaka
hans, guðfræðideild Háskólans, sem eftir hlutarins eðli
stendur mér og elli minni nokkru fjær. En þótt ég telji
því ekki fleiri nöfn eða að ég geti lýst allri afstöðu þeirra,
sem nú hafa hönd á plógnum, þá tel ég mig bæran til að
segja, að það mun gleðja alla vini gamla Prestaskólans og
arftaka hans guðfræðideildarinnar, að þeir, sem nú hafa
í höndum leiðsögu og aðaltaumhald á stefnu hennar, hafa
einnig hæfileika og áhuga á að feta í fótspor mikilla fyrir-
rennara og hlúa með viðsýni að hverju sannleikskorni, er
skjóta vill frjóöngum úr jarðvegi mannsandans, hverjar
sem eru rætur hans. Með því meðal annars þróast bezt
hin háa hugsjón landsskólans þjóðinni til blessunar og and-
legs þroska.
Að svo mæltu árna ég Háskóla íslands allra heilla, að
yfir honum — öllum deildum hans — og að gefnu tilefni
á þessum degi — sérstaklega yfir guðfræðideild hans megi
jafnan hvíla sá heilagi andi, er hvarvetna leiði í ljós nýja
þekking og sannleikann á hverju sviði. Mætti þá svo fara,
að eftir næstu 100 ár ætti þjóðin prestunum enn meira
að þakka en hún á nú, þótt ég vilji ekkert draga úr, að það
sé mikið.