Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 26
294
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
mundsson tónskáld hafði sam-
ið við mjög fagurt og tilkomu-
mikið lag. Setti það einnig
mikinn svip á þessa hátíðar-
messu og verður mörgum
minnisstætt.
Um kvöldið var mjög fjöl-
mennt samsæti, sem mennta-
málaráðherra og rektor Há-
skólans buðu til. Þar fluttu
þessir menn ræður: Eysteinn
Jónsson menntamálaráðherra
séra Kristinn Daníelsson, dr.
Sigurgeir Sigurðsson biskup,
séra Valdimar Eylands, Ás-
mundur Guðmundsson og dr.
Ólafur Lárusson. Sleit hann borðhaldinu og bað menn
syngja: Vor Guð er borg á bjargi traust.
Dr. Manfred Björkquist, biskup í Stokkhólmi, gat því
miður ekki verið viðstaddur þessi hátíðahöld. Hafði þjóð-
kirkjan boðið honum hingað um þessar mundir, en flugvél
hans tepptist á leiðinni, svo að hann varð að hverfa heim
aftur.
Minningarritið, Islenzkir guðfræðingar, sem Leiftur gaf
út þennan dag af mikilli prýði, varð mjög til þess að setja
svip á hátíðahöldin. Hið sama mátti að vissu leyti segja um
prestahugvekjunnar nýju.
Guðfræðideildinni og Háskólanum bárust blóm og heilla-
skeyti, m. a. frá guðfræðideild háskólanna í Kaupmanna-
höfn og Árósum. Prestar gáfu myndarlega í útgáfusjóð
handa Prestafélagi Islands. Prófessor Guðbrandur Jónsson
og frú hans gáfu kapellu Háskólans forkunnar fagran hökul.
Ristj. Kirkjuritsins þykir vel hlýða, að það geymi í einu
lagi ljóð þau og ræður, er flutt voru þennan dag. Fara
þau því hér á eftir, að undanteknum ræðum þeim, sem
aldrei voru skrifaðar.