Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 27
Kirkjuritið.
Ræða Magnúsar Jónssonar
Við hver mikil tímamót koma mér efst í huga hin svip-
tignu upphafsorð 90. sálmsins:
Drottinn, þú hefir verið oss athvarf frá kyni til kyns.
Áður en fjöllin fæddust
og jörðin og heimurinn urðu til,
frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð.
Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins
og segir: Hverfið aftur þér mannanna börn!
Því að þúsund ár eru í þínum augum eins og dagurinn í gær,
þegar hann er liðinn,
já, eins og næturvaka. —
Þúsund ár sem einn dagur! Og hér komum vér saman
til þess að minnast hundrað ára og finnst það mikið. Einn-
ar aldar afmæli er mikið fyrir oss menn. Það merkir, að
allir þeir, sem þá áttu hlut að máli, eru löngu kallaðir heim.
Á hálfrar aldar afmæli Prestaskólans var aðeins einn af
fyrstu lærisveinum skólans á lífi. Hversu dásamlegt er
það þá, að mega lifa og starfa í trausti hans, sem er athvarf
frá kyni til kyns og lítur á þúsund árin eins og eina nætur-
vöku.
Þessi staður, þar sem vér erum stödd, stendur nú í nokk-
urskonar tákni aldarafmælanna. Sjálft húsið er rúmlega
aldargamalt. Skólinn, sem hér starfar, er að vísu miklu
eldri, en þó má segja, að afmarkaður þáttur í æfi hans
sé nú rúmlega aldargamall. Hér var mesta stofnun þjóð-
félagsins, Alþingi, endurreist fyrir rúmum hundrað árum.
Og loks var hér, fyrir nákvæmlega hundrað árum í dag,
eða 2. október 1847, sett hin fyrsta æðri menntastofnun