Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 25
Kirkjuritið.
Hátíðahöldin á aldarafmæli Prestaskólans
Að morgni 2. október söfnuðust rektor Háskólans, kenn-
arar og nemendur guðfræðideildar og fáeinir aðrir að
leiði dr. Péturs Péturssonar biskups í Reykjavíkurkirkju-
garði. Afhenti frú Geirþrúður Hiidur Bernhöft cand theol.
þar forseta guðfræðideildar fagran blómsveig, en hann
lagði á leiðið og mælti um leið:
„I nafni guðfræðideildar Háskólans legg ég sveig þenn-
an á leiði dr. Péturs Péturssonar, fyrsta forstöðumanns
Prestaskölans, með djúpri þökk fyrir brautryðjandastarf
hans.“
Stundu fyrir hádegi fór fram minningarathöfn í sal
Menntaskólans. Hófst hún með því, að Dómkirkjukórinn
söng undir stjórn dr. Páls ísólfssonar sálm Matthíasar: Beyg
kné þín, fólk vors föðurlands. Því næst flutti dr. Magnús
Jónsson prófessor ræðu. Á eftir söng Dómkirkjukórinn
aiinningarljóð Valdemars Briem á 50 ára afmæli Presta-
skólans: Guð blessi vorn skóla til blessunar þjóð.
Kl. 2 e. h. söfnuðust menn saman í hátíðasal Háskólans.
^ar flutti Tómas Guðmundsson skáld hátíðarljóð þau, er
hann hafði ort. Dómkirkjukórinn söng Lofsöng Beethovens
°g Ö, Guð vors lands, allan sálminn. Rektor Háskólans dr.
Ólafur Lárusson, og forseti guðfræðideildar, Ásmundur
Guðmundsson, fluttu ræður.
Nokkru síðar fór fram hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkj-
hnni. Nær sjötíu prestar gengu þangað hempuklæddir,
forseti Islands og biskup í fararbroddi. Ásmundur Guð-
rnundsson og dr. Bjarni Jónsson þjónuðu fyrir altari, en
dr. Sigurgeir biskup Sigurðsson prédikaði. Við guðsþjón-
Ustuna söng Dómkirkjukórinn m. a. fyrsta erindið í há-
tíðarljóðum Tómasar Guðmundssonar. En Björgvin Guð-