Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 77
Ivirkjuritið.
Ræða Kristins Daníelssonar.
345
semistrúarstefna), þar sem mikill lærdómsmaður, H. N.
Clausen (1793 -1877) stóð einna fremstur, og þótt þeirrar
stefnu þætti að nokkru gæta hér, t. d. í aldamótasálma-
bókinni og prédikunum Árna biskups Helgasonar, þá sveif
þó yfir vötnum danskrar guðfræði andi manna eins og
Sören Kierkegaards, Grundtvigs, Mynsters og Martensens.
Og þó að þá greindi á, varð þó niðurstaðan, sem íslenzki
prestaskólinn — í styztu máli sagt — tók í arf með fyrstu
lærifeðrum sínum, hreinn orthodox (rétttrúaður) Lúter-
dómur, þar sem helzt engu átti að geta skeikað, og bar
hæst kenning Martensens og trúfræði hans, sem varð fræg
og þýdd á önnur tungumál, og var einnig aðaltrúfræðin,
sem hér var kennd.
Kennslan í skólanum fór fram með fyrirlestrum, er
stúdentarnir rituðu eftir upplestri kennarans, eða þegar
fram í sótti, og fyrirlestraheftin (collegíin) fjölguðu, að
þau gengu í arf frá einum kandídat til annars, sem á eftir
komu, ef þá ekki kennarinn ætlaði að breyta til muna og
bæta nokkuð um, svo að rita þyrfti á ný.
Fyrirlestrum Péturs biskups minnist ég ekki að hafa
kynnzt á námsárum mínum 1882 -1884. Aðalkennarar á
þeim árum voru Sigurður Melsteð, lektor, og séra Helgi
Hálfdánarson, fyrsti kennari, og höfðum vér nemendur
á þeim mætur og mikla virðingu fyrir auðfundinn lærdóm
þeirra og alla framgöngu og gjörðum að því leyti á þeim
engan annan mun en þann, að séra Helgi hélt eindregnara
við strangan rétttrúnað, en Sigurður Melsteð lét meira á
valdi nemenda sjálfra að velja og dæma um. Ekki munu
þeir hafa notazt við fyrirlestra dr. Péturs. Ég og félagar
mínir vorum síðasti árgangurinn, sem Sigurður Melsteð út-
skrifaði 1884. Auk þeirra kenndi séra Eiríkur Briem, var
og á honum höfð mikil virðing, þótt ekki væri hann jafn-
oki hinna að guðfræðilærdómi. Hann kenndi aðallega for-
spjallsvísindi og las fyrir, auk venjulegra námsgreina, á-
grip af heimsspekiskerfi Herberts Spencers, sem þá var í
miklum metum. Flest fyrirlestrahefti mín hef ég afhent