Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 49
Kirkjuritið. Ræða Ásmundar Guðmundssonar.
317
með nemendum sínum kristna trú, er lætur sér ekk-
ert mannlegt óviðkomandi. Og Prestaskólinn í heild
naut þess, hve íslenzk alþýða dáði dr. Pétur og unni
honum fyrir andlega vegsögn hans og mannkosti. —
Hann var sannur kirkjuhöfðingi, eins og lærisveinn
hans, séra Matthías Jochumsson, lýsir honum í eftir-
mælum:
Leiðtogi og Ijós varstu oss,
þin lífsspeki náði til hjartans,
af því að orðið var Krists,
eiginni sjálfsprófun stutt.
IV.
Samstarfsmaður dr. Péturs öll þessi ár og eftirmaður
síðan, jafnlengi, var Sigurður Melsteð. Hann var lektor
Prestaskólans frá 1866 til 1885 og kenndi þannig við hann
í 38 ár, lang-lengst allra, sem við skólann hafa starfað.
Hann var heill í verki, hugsaði um skólann vakinn og
sofinn og helgaði honum alla krafta sína frá morgni starfs-
sefinnar til kvölds, er sjón hans þraut. Hann varð mjög vel
lasrður í flestum greinum guðfræðinnar, svo að óvíst er,
a<5 nokkur annar af kennurum Prestaskólans hafi staðið
honum framar í þeim efnum. Kennari mun hann einnig hafa
verið góður, ljós í hugsun og framsetningu, eftir ritum hans
að dæma, athugaði málin frá ýmsum hliðum og lagði
Þannig fyrir lærisveina sína, að þeir gætu kveðið upp sinn
eigin dóm og orðið sjálfstæðir í skoðunum. Mest mun hafa
þótt koma til sögukennslu hans. „Sjaldan mildara, sjaldan
heitara stafaði Ijúfmenni stórmerki Guðs.“ Nemendur hans
Vlrtu hann og elskuðu fyrir þekkingu hans, hógværð og
nianngöfgi. Var svo fagurt dagfar hans, að verða mátti
hverjum manni til fyrirmyndar, og mun hafa stafað af
nokkurum ljóma yfir skólalífið í augum margra og aukið
veg skólans með þjóðinni.