Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 81
Kirkjuritið.
Ræða Valdimars J. Eylands.
349
verksvið í prestakalli séra Eiríks Brynjólfssonar á Útskál-
um, en við höfum sem kunnugt er skifzt á störfum í eitt
ár, en þá ekki síður af því, að ég hefi undanfarið verið að
keppast við að kynnast sem bezt mönnum og málefnum
hér, og þá einkum prestastétt landsins, áhugamálum henn-
ar og starfsháttum. Til þessa hefi ég haft einstætt tæki-
færi, fyrst í hinum mikla helgidómi þjóðarinnar á Þing-
völlum, þar sem ég sat prestafund Suðurlands, og svo hér
á aðalprestafundi fslands. Það verður mér ógleymanleg
reynsla, og efni í margar ræður og erindi að hafa verið við-
staddur á aldarafmæli Prestaskólans. Samkomurnar í Há-
skólanum, Menntaskólanum og setningarguðsþjónusta Al-
þingis munu mér seint úr minni líða. Mér hefir fundizt mik-
ið til um það að sjá og hlusta á presta landsins ræða á-
hugamál sín og nauðsynjamál kirkjunnar. Það er framandi
manni, sem ann íslandi og kirkjunni, mikið gleðiefni, að
prestastétt landsins er skipuð svo fríðu liði vel menntaðra
og áhugasamra starfsmanna. Verður mér ósjálfrátt að
bera þessa menn og málaflutning þeirra saman við það,
sem ég þekki erlendis i þessum efnum. Ég er þess fullviss,
að hin íslenzka prestastétt er fyllilega sambærileg við það,
sem bezt þykir ytra, þar sem ég er kunnugur, og að ís-
lenzkir klerkar myndu sóma sér vel í hópi starfsbræðra
sinna hvar sem er meðal stórþjóða heimsins.
Ræðumenn þeir, sem hér hafa komið fram á undan mér,
hafa, eins og eðlilegt er, talað um Prestaskólann, starf
hans og áhrif á þjóðlíf og menningu landsins í hundrað ár.
Ég vil leyfa mér að staðhæfa, að áhrif Prestaskólans og
guðfræðideildar Háskóla fslands, síðan hún var stofnuð, ná
langt út fyrir strendur þessa lands. Margir ágætismenn
hafa komið frá þessum stofnunum vestur um haf, og sum-
ir þeirra hafa dvalið þar langvistum. Fyrstur þeirra mun
séra Jón Bjarnason hafa verið, en hann markaði, sem
kunnugt er, djúp spor í kristnilíf Vestur-íslendinga. Auk
hans hafa margir prestlærðir menn komið frá yður vestur
til vor. Yfirleitt hafa þeir verið valdir menn. Með störfum