Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 94
362
Ólafur Ólafsson:
Nóv. - Des.
að sækja orkuna í uppsprettur lífsins, og þá fyrst og
siðast i uppsprettu guðslífsins í Kristi. Við þann brunn
vildi þessi þjónn hans jafnan sitja og svala þar anda
sínum. Hann birti því oft dýrmæta reynslu sína í því
efni, og sjónarmið, í opinberum, andlegum málgögnum
þjóðarinnar — síðast rétt fyrir andlátið. En ávextirnir
munu geymast bezt í lijörtum Land- og Holtamanna.
Hinn 21. janúar s.l. var æviskeið þessa merkisprests
á enda runnið, áttatíu og eitt og hálft ár (fæddur í
Framnesi á Skeiðum hinn 3. júlí 1865). Voru foreldrar
hans, hjónin, Vigfús Ófeigsson (hins ríka, á Fjalli í
sömu sveit) og Margrét Sigurðardóttir, hónda í Arnar-
hæli í Grímsnesi.
Úr hláfátækt bernskuheimilisins hóf sveinninn ungi
sína fyrstu sókn, innan við tvítugt, til mennta, í trássi
við skilnings- og stuðningsleysi þeirra tíma við hugsjón
lians. —- En í veganesti til þeirrar ævisóknar, átti séra
Ófeigur sál. Vigfússon það, sem dugði honum bezt:
Bjarg guðstraustsins, stál viljans og gull hjartans —
og ætíð í varasjóði fgrirbænir, bláfátækrar, guðelsk-
andi móður.
Slíkir þættir skapa mikilmennið — sigurhetjuna.
En hvort sannast þá ekki orð Einars Benedikssonar,
á mennlasetrinu, Fellsmúla, þegar öllu er á botninn
hvolft, að
„Sjálft hugvitið, þekkingin, hjaðnar sem blekking,
sé hjartað ei með, sem undir slær.“
Og sakir þess að mér virðist svo vera, eru það ekki
aðeins innlendir og erlendir menntamenn, sem minn-
ast Fellsmúla með virðingu og þökk, heldur og líkn-
arþurfandi lítilmagnar, er þar hafa átt leið, á liðnum,
nær fimm áratugum.
En sakir hjarta-auðlegðar látnu prófastshjónanna á
Fellsmúla, séra Ófeigs og frú Ólafíu Ólafsdóttur (hinn-
ar mikilhæfu rausnar- og smekkkonu, dáin 1939),