Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 22
290
Helgisagan um jólarósirnar.
Nóv. - Des.
lokum gátu opnað lófann, sáu þeir, að þetta voru tveir hvítir
laukar, sem hann hafði rifið upp úr mosa og laufi. Og þegar
leikbróðirinn, sem fylgt hafði Hans ábóta, sá þessa lauka, tók
hann þá og gróðursetti í jurtagarði Hans ábóta.
Hann gætti þeirra allt árið í von um, að þeir myndu blómgast,
en hann beið árangurslaust bæði vor, sumar og haust. Þegar svo
veturinn kom og öll blóm voru visnuð, hætti hann að gá að þeim.
En þegar aðfangadagskvöldið kom, minntist hann svo mjög
Hans ábóta, að hann fór út í jurtagarðinn, til þess að hugsa um
hann. Og nú þegar hann gekk meðfram staðnum, þar sem hann
hafði stungið niður rótarhnúðunum, sá hann, að upp höfðu komið
grænir stönglar, sem báru fögur blóm með silfurhvítum blöðum.
Hann kallaði á alla munkana í Hrísaklaustri, og þegar þeir sáu,
að þessi jurt óx á aðfangadagskvöld, þegar allar aðrar sýndust
dauðar, skildist þeim, að Hans ábóti hafði í raun og veru tínt þá
í Gönguskógi. En leikbróðirinn bað um leyfi til þess að færa
Absalon biskup nokkra þeirra.
Þegar leikbróðirinn kom til Absalons biskups, rétti hann honum
blómin og sagði:
„Hans ábóti sendir þér þctta, það eru blómin, sem hann lofaði
að tína handa þér í jólagarðinum í Gönguskógi.“
Þegar Absalon biskup sá blómin, sem höfðu vaxið úr jörðinni í
vetrarkuldanum, og heyrði orð leikbróðurins, fölnaði hann eins
og hann hefði séð svip. Hann sat þögull nokkra stund og sagði
síðan:
„Hans ábóti hefir haldið orð sín, og eins skal ég halda mín.“
Og hann lét gefa út griðabréf handa ræningjanum, sem hafði ver-
ið útlagi í skóginum allt frá æsku.
Hann fékk leikbróðurnum bréfið, og hann lagði af stað upp til
skógarins og leitaði uppi ræningjahellinn. Þegar hann kom þang-
að á jóladaginn, kom ræninginn á móti honum með reidda öxi:
„Eg skal höggva ykkur munkana, hversu margir sem þið eruð,“
sagði hann. Eflaust er það ykkur að kenna, að Gönguskógur
klæddist ekki í nótt í jólaskrúða."
„Það er eingöngu mér að kenna,“ sagði leikbróðirinn, „og ég vil
fúslega deyja fyrir það, en fyrst verð ég að færa þér skilaboð frá
Hans ábóta.“ Og hann tók upp bréf biskupsins og útskýrði fyrir
manninum, að honum væru nú gefin grið. „Héðan í frá skalt þú og
börn þín fá að leika ykkur í jólahálmi og halda heilög jól með öðr-
um mönnum, eins og Hans ábóti ætlaðist til,“ sagði hann.
Þá stóð ræninginn kyrr, fölur og fár, en ræningjakonan sagði
í hans stað: