Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 31
Kirkjuritið.
Ræða Magnúsar Jónssonar.
299
ari og leiðtogi um jarðrækt, en annar kennari Prestaskólans
varð fyrsti kennari á Islandi í vísindalegri siglingafræði,
svo að þessir tveir höfuð atvinnuvegir þjóðarinnar áttu
hauk í horni, þar sem Prestaskólinn var.
Þau munu fljóttalin þau nytsemdarstörf í íslenzku þjóð-
lífi á síðustu 100 árum, ef þau eru þá nokkur, sem ekki
koma á einhvern hátt, og oftast að mjög verulegu leyti,
við það, sem letrað hefir verið á hið óskrifaða blað Presta-
skólans frá stofnun hans 1847, allt frá smágreiða við kot-
ungana heima fyrir til skörungsskapar í mestu málum
þjóðarinnar.
Ég veit, að þeir menn eru til, sem líta svo á starf prests-
ins, að öll þessi margháttaða afskiptasemi og umstang
íslenzkra Prestaskólamanna verður í þeirra augum galli
en ekki kostur, verður óprýði á letruðu blaði Prestaskól-
ans, nú þegar á það er horft á aldarafmælinu.
Engan veginn skal því neitað, að annarleg störf og um-
svif geta skyggt á að jafnvel hindrað aðalstarf prests-
ins.
En ég vil láta í ljós þá von, að hann sjálfur, yfirhirðirinn,
sem ekki taldi sér ósæmandi að lækna sjúka, dásama feg-
urð náttúrunnar, horfa á fiskimennina við störf sín, rétta
bágstöddum hjálparhönd og greiða mál hvers þess, er á
fund hans leitaði, muni hafa horft með velþóknun á störf
íslenzkra presta, þegar þeir hafa talið sér sæmandi að
þjóna öllum Guðs börnum í öllum efnum eftir sinni litlu
getu.
Og svo vil ég leyfa mér að staðhæfa, að meginstarf
íslenzkra presta hefir þrátt fyrir öll aukastörfin, verið
sjálf boðun fagnaðarerindisins eins og vera ber, kristniboð
til eldri og yngri, innan kirkju og utan.
Ég held að það, sem íslenzkir guðfræðingar hafa skrif-
að á minnisblað skóla síns nú um einnar aldar skeið, sé
full sönnun þess, að þörf var á þessum skóla og að hann
hefir unnið þjóðinni gagn.
Annar þáttur þess, sem á eyðublað Prestaskólans hefir