Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 65
Kirkjuritið.
Prédikun dr. Sigurgeirs Sigurðssonar biskups:
,,Sáðmaður gekk út að sá“.
[Matt. 13,3]
„Og hann sagði: „Sjá, sáðmaður gekk út að sá.“
Mér finnst oft ég sjái fallega mynd, þegar dæmisagan
um sáðmanninn kemur mér í hug. Mynd sáðmannsins,
sem gengur út á akurinn í vorhlýjunni, karlmannlegur,
einbeittur og starfsglaður til þessa mikilvæga starfs, sáð-
mannsstarfsins. Vorið skín og vonirnar um ný gróðurlönd
vaka og verma hug og hjarta sáðmannsins. Var það ekki
eðlilegt, að Kristur skyldi segja dæmisöguna um sáðmann-
inn. Sjálfur var hann hinn mikli sáðmaður.
Sjá, sáðmaður gekk út að sá.
Sáðmennirnir fóru til margra landa. Þeir komu til Is-
lands. Líklegt er, að hinir fyrstu menn, sem hingað komu,
hafi vígt ísland með guðsþjónustu. Kristniboðarnir komu
til landsins, og kristnin varð landssiður. Biskupsstólar voru
settir og hinir fyrstu skólar. Frækornum hinnar fyrstu
kristnu menningar var sáð. Heilög ritning var þýdd og
gefin út á íslenzka tungu. Lofsöngvar hljómuðu af vörum
þjóðarinnar og trúarskáld kom fram, — . .. . „ er svo vel
söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng.“
En þetta er hin bjartari hlið.Aldir komu, er myrkt var yfir
og örðugt um allt er að sáðmannsstarfinu laut. Og þegar
það bar ekki ávöxt, var dimmt og kalt í landi. Stundum
vantaði líka sáðmennina. Sáðmannsstarfið var vandasamt
og ábyrgðarmikið. Það stóð ekki á sama, hvernig sáð var.
Ef vel átti að takast, þurfti auk trúar bæði þekkingu og
þroska til þess að sá. Af þeirri þörf og í þeirri meðvitund