Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 67
Kirkjuritið. Ræða dr. Sigurgeirs Sigurðssonar.
335
Frelsi fremja,
framtalc vekja,
samtök semja,
sveit að 'prýða.
Landsrétt heimta,
lögum fylgja
og sannfrelsi
sá og rækta.
Flestir þeir menn, sem úr Prestaskólanum gamla gengu
út að á, eru fallnir og horfnir. Ég veit, að íslenzka þjóðin
minnist þeirra í dag með þökk, og að hún metur þann þátt-
inn, sem þeir ófu með starfi sínu í íslenzku þjóðlífi. Svo
munu margir líta á, að það sé sá þátturinn, sem sízt mátti
missast.
Vér, sem nú erum í búningi sáðmannsins í íslenzkri
kirkju, vér starfsmenn hennar, erum arftakar og eftirkom-
endur þessara manna og höfum flestir hlotið undirbúning
og fræðslu til starfsins í skóla, sem vaxinn er upp úr
Prestaskólanum og í nánum tengslum við hann.
Einnig vér höfum gengið út að sá — og það er vissulega
merkilegur viðburður í lífi voru og starfssögu að hittast hér
í dag í þessari kirkju, þar sem vér vígðumst til þjónustunn-
ar áður en vér gengum út að sá.
Ábyrgð vor er ekki minni en áður. Heimurinn er illa
staddur. Oss kemur öllum saman um það. Hvaðan kemur
mér hjálp, spyrja nú allar þjóðir, íslenzka þjóðin líka. Er
nokkurs að vænta af kirkjunni eða prestunum: Ég vil svara
vorri þjóð því, að það er engin hjálp til, sem að gagni kem-
ur til þess að skapa lífshamingju og frið í heiminum meiri
en sú, sem boðin er í fagnaarboðskap Jesú Krists.
Kirkjan og þjónar hennar eru ávallt að minna á þetta.
Hún hefir á undanförnum áratugum varað við styrjöldum,
siðleysinu, óhófinu, gengdarlausri eyðslu, eigingirni, flokka-
dráttum og hatri.
23