Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 64
332
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
Þökk heimilum og menntaskólum fyrir undirbúninginn.
Þökk söfnuðunum og þjóðinni allri. Þökk umfram allt Guði,
sem hlífði í sinni mildi og gaf vöxtinn í hundrað ár.
En hvernig getur guðfræðideildin bezt vottað þökk sína
í verki?
Þegar Háskóli fslands var settur fyrsta sinni, lýsti rektor,
Björn M. Ólsen, svo markmiði hans, að það væri fyrst og
fremst þetta tvennt:
„1. Að leita sannleikans í hverri fræðigrein um sig.
2. Að leiðbeina þeim, sem eru í sannleiksleit, hvernig þeir
eigi að leita sannleikans í hverri grein fyrir sig.
Háskólinn er vísindaleg rannsóknarstofnun og vísindaleg
fræðslustofnun. Reynslan hefir sýnt, að fullkomið rann-
sóknarfrelsi og fullkomið kennslufrelsi er nauðsynlegt skil-
yrði fyrir því, að starf háskólans geti blessazt." Síðast bað
hann þessarar bænar: „Sannleikans Guð, þú, sem ávöxtinn
gefur af allri einlægri sannleiksþrá, af allri einlægri sann-
leiksleit, vér biðjum þig að leggja blessun þína yfir hinn
unga háskóla fslands og yfir allt starf kennenda hans og
nemenda.“
Þetta var fögur og kristileg vegsögn fyrir allar deildir
Háskólans, og þá ekki sízt fyrir guðfræðideildina.
Hún á að þakka með því að reynast trú þeirri stefnu,
hvika aldrei í neinu frá henni, hvað sem það kostar, leggja
á brattann, sífellt hærra og hærra, af djörfung og þori, hóg-
vær og frjáls, óbundin af öllu öðru en því, er sannast reyn-
ist. Hún á að leitast við að senda frá sér þá lærisveina,
sem beri fyrir þjóðinni blys af þeim eldi, er ljómar þeim
bjartast og hreinast og fegurst á himni og í hjarta.
Svo gengur hún á Guðs vegum, því að það að leita sann-
leikans er að leita Guðs.
Áfram á næsta aldaráfangann í nafni hans, sem er veg-
urinn, sannleikurinn og lífið.
Kristur, lát þitt himneska ljós lýsa oss.