Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 45
Kirkjuritið. Ræða Ásmundar Guðmundssonar.
313
íslandi. Og á Alþingi 1845, hinu fyrsta eftir endurreisnina,
ber hann fram í sama anda bænarskrá um stofnun þjóð-
skóla á íslandi, þar sem kenna skuli guðfræði, læknisfræði
og lögvísi og önnur hagnýt fræði. Með öðrum orðum:
Það er einskonar háskóli, sem fyrir honum vakir. Alþingi
afgreiðir málið með beiðni til konungs um endurbætur á
Latínuskólanum og stofnun sérstaks prestaskóla. Semur
Helgi biskup Thordersen síðan tillögur um fyrirkomulag
skólans, og verður reglugjörð hans að mestu sniðin eftir
þeim: Burtfararpróf úr Latínuskólanum skal vera inntöku-
skilyrði og kennsla veitt í Biblíuþýðingu, trúarfræði, siða-
fræði, kirkjusögu og kennimannlegri guðfræði. Er þetta
að öllu í samræmi við það, sem krafizt er við guðfræði-
deildir háskóla, svo að þegar Háskóli vor er stofnaður á
aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 1911, þá verður Presta-
skólinn, óbreyttur að kalla, að einni deild hans, með sama
hætti og embættismannaskólarnir, sem risu á eftir honum,
mynda læknadeild og lagadeild.
Þannig er fyrsti vísirinn að Háskóla Islands 100 ára í
dag. 1 þeim skilningi má telja aldarafmæli Prestaskólans
jafnframt aldarafmæli Háskólans.
II.
Þessum vísi voru búin kröpp vaxtarskilyrði hið ytra,
líkt og ungri björk, sem verður að festa rætur í þröngri
klettasprungu og seigja djúpt eftir næringu.
Hús átti skólinn ekkert, heldur var honum fengin til
umráða ein kennslustofa í Latínuskólanum og eitt svefn-
herbergi handa 10 nemendum. Innan skamms varð þó að
bæta við annarri kennslustofu. En vistarvera þótti held-
ur ill, lak um þakið, og hrundi gips úr lofti. Fjórum árum
eftir stofnun skólans var flutt þangað, sem nú er Hafnar-
stræti 22, og tvær stofur teknar á leigu. Svefnherbergi
þurftu nemendur að útvega sér sjálfir. önnur stofan var
svo lítil, að ekki komust þar fyrir nema 5-6, en 11 í
hinni. Þarna hafðist þó skólinn við í 22 ár, og er óhætt að