Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1947, Side 45

Kirkjuritið - 01.12.1947, Side 45
Kirkjuritið. Ræða Ásmundar Guðmundssonar. 313 íslandi. Og á Alþingi 1845, hinu fyrsta eftir endurreisnina, ber hann fram í sama anda bænarskrá um stofnun þjóð- skóla á íslandi, þar sem kenna skuli guðfræði, læknisfræði og lögvísi og önnur hagnýt fræði. Með öðrum orðum: Það er einskonar háskóli, sem fyrir honum vakir. Alþingi afgreiðir málið með beiðni til konungs um endurbætur á Latínuskólanum og stofnun sérstaks prestaskóla. Semur Helgi biskup Thordersen síðan tillögur um fyrirkomulag skólans, og verður reglugjörð hans að mestu sniðin eftir þeim: Burtfararpróf úr Latínuskólanum skal vera inntöku- skilyrði og kennsla veitt í Biblíuþýðingu, trúarfræði, siða- fræði, kirkjusögu og kennimannlegri guðfræði. Er þetta að öllu í samræmi við það, sem krafizt er við guðfræði- deildir háskóla, svo að þegar Háskóli vor er stofnaður á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 1911, þá verður Presta- skólinn, óbreyttur að kalla, að einni deild hans, með sama hætti og embættismannaskólarnir, sem risu á eftir honum, mynda læknadeild og lagadeild. Þannig er fyrsti vísirinn að Háskóla Islands 100 ára í dag. 1 þeim skilningi má telja aldarafmæli Prestaskólans jafnframt aldarafmæli Háskólans. II. Þessum vísi voru búin kröpp vaxtarskilyrði hið ytra, líkt og ungri björk, sem verður að festa rætur í þröngri klettasprungu og seigja djúpt eftir næringu. Hús átti skólinn ekkert, heldur var honum fengin til umráða ein kennslustofa í Latínuskólanum og eitt svefn- herbergi handa 10 nemendum. Innan skamms varð þó að bæta við annarri kennslustofu. En vistarvera þótti held- ur ill, lak um þakið, og hrundi gips úr lofti. Fjórum árum eftir stofnun skólans var flutt þangað, sem nú er Hafnar- stræti 22, og tvær stofur teknar á leigu. Svefnherbergi þurftu nemendur að útvega sér sjálfir. önnur stofan var svo lítil, að ekki komust þar fyrir nema 5-6, en 11 í hinni. Þarna hafðist þó skólinn við í 22 ár, og er óhætt að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.