Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 52
320
Aldarafmæli Prestaskólans:
N(W. - Des.
sálmabók Norðurlanda á þeim tímum. Hann var lærifaðir
allrar þjóðarinnar í andlegum efnum: Lærisveinar hans
prédikuðu í kirkjum landsins og veittu forystu í söfnuðun-
um, börnin lærðu kver hans, og sálmar hans voru sungnir
við guðsþjónustur og húslestra. Nafn hans er letrað svo
í kristnisögu vora, að seint mun gleymast. Samkennari
hans og eftirmaður telur hann hafa verið ágætastan
kennara íslands á 19. öld.
V.
Þeir Sigurður Melsteð og Helgi Hálfdánarson áttu góðan
og gegnan samstarfsmann, þar sem var séra Eiríkur Briem.
Hann setti einnig svip á Prestaskólann, þótt aldrei yrði
hann forstöðumaður hans. Hann kenndi við hann frá 1886
og til loka hans, 1911, og var honum til sæmdar og prýði.
Þó olli því ekki fyrst og fremst kennsla hans. Hann var
málstirður og tæplega nógu kröfuharður við nemendur
sína. En þeim var gott að ræða við hann vandamál guð-
fræðinnar, því að hann tók jafnan gagnrýni og andmælum
hið bezta og hélt fram skoðun sinni með rökfestu og
ljúfmennsku. Og hollt þótti að leita ráða hans í hverju
sem var, sökum vitsmuna hans, góðgirndar og fjölþættrar
lífsreynslu. Hann var einn afreksmannanna í fylkingar-
brjósti þeirra kynslóðar, sem tók við af Jóni Sigurðssyni
og samherjum hans. Hann barðist fyrir bættum atvinnu-
vegum og efnahag og alhliða þjóðarþroska, en afltaug þess
alls skyldi kristindómurinn vera. Hann var sannur aðals-
maður, Islendingur, sem engin svik bjuggu í. Heiðríkja og
birta voru yfir lífi hans og lífsstarfi.
Séra Þórhallur Bjarnarson var eins og séra Eiríkur í
flokki forystumannanna á frelsis og framfaraöldinni nýju-
Hann varð kennari við Prestaskólann 1885, forstöðumaðui
eftir Helga Hálfdónarson 1894 og gegndi því embætti, unz
hann tók biskupsvígslu 1908. Með honum barst nýr and-
vari að skólanum og hressandi líf. Hann var „rétttrúnaðar-