Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 108
376
Pétur Ingjaldsson:
Nóv. - Des.
Halldór prest Loftsson og framætt þeirra, í XI. árg.
1890. Bókafregn: Privatboligen pá Island.
I Safni til sögu íslands III. bindi er ritgerðin: At-
huganir við fornar ættir nokkrar, er koma fyrir í
Sturlunga sögu. Þess má og geta, að ritgerðir eftir séra
Eggert birtust í erlendum tímaritum. Þá sá séra Egg-
ert um útgáfu Tyrkjaránssögu eftir Björn Jónsson á
Skarðsá, er út kom 1866. Um þú útgáfu segir dr. Jón
Þorkelsson þjóðskjalavörð: „sú útgáfa er í heild sinni
vel og skynsamlega af hendi leyst.“* *)
Undir prentun bjó Eggert: Noregskonungasögur, er
Björn Jónsson gaf út 1892, og fylgdi með ritgjörð um
Snorra Sturluson eftir séra Eggert. Árið 1892 kom út
leikritið Víkingarnir á Hálogalandi eftir Henrik Ib-
sen, i þýðingu Indriða Einarssonar og Eggerts Briem.
Leikrit samdi hann, er hann nefndi, Gissur jarl. Var
það prentað í timaritinu Draupni, sem Torfhildur Þ.
Hólm gaf út.
Þess má og geta, að Torfhildur Þ. Hólm dvaldi oft
langdvölum hjá systur sinni, Ragnhildi, konu séra Egg'-
erts, og var álitið, að hún liefði numið margháttaðan
fi’óðleik hjá séra Eggert.
Af þessari upptalningu á ritstörfum Eggerts Briem
má glöggt greina, að margt og mikið hefði sennilega
eftir hann legið í þjóðlegum fræðum, hefði hann setið
við þann eldinn, er lét honum bezt.
Mattbias Joehumsson, sem einna bezt samtíðarmanna
Eggerts Briem mun hafa þekkt og skilið hann, harmar
það mjög, að Eggert fékk eigi notið sín eins og verð-
ugt var. Hann segir: „Elsku Eggert! Mikið er að sjá
þig aldrei! Að þú skulir vera hafður til þess að vera
klerkur“.*)
Og í hinum fögru erfiljóðum eftir séra Eggert, segir
Matthías meðal annars:
*) Tyrkjaránið á íslandi, bls. 204.
*) Bréf Matthíasar Jochumssonar, bls. 162.