Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 92
360
Ólafur Ólafsson:
Nóv. - Des.
uni tjöldum veittu hinum vönduðustu híbýlum var-
anlegt skjól, eins og í veggi búpeningshúsanna, er sam-
tímis voru þá reist, ný frá stofni.
Nýtt hervirki var hér reist, á nýja Fellsmúla, — her-
virki andans. Hugsjónir, viljaþrek og táp þessa ó-
trauða baráttumanns — þessa likamlega smávaxna
íturmennis — var nú að verða lýðum ljóst. Og sóknin
mikla í lífi hans var liafin. Ólögboðinn „menntaskóli“
var innleiddur á Fellsmúla. — Synir þessa skólaprests,
tvíburabræðurnar, Grétar og Ragnar, voru seztir í 2.
bekk þessa menntaskóla, heima í föðurgarði, haustið
1912. Þá bar mig fyrst þarna að, i leit að liðsinni í
byrjunaratriðum bóknáms. — Ég lield, að ég liafi vart
stigið fæti inn á neitt heimili, fyrr eða síðar, þar sem
menntagyðjan virtist vera sezt að völdum, jafn frið-
helg og í miklum metum, og þarna á Fellsmúla. And-
rúmsloftið var beinlínis mettað ilmi hennar. Hver „staf-
krókur“ í lögmáli bókvísindanna var þarna í fyllsta
gildi. Þarna varð að „fullnægja öllu réttlæti“ þekk-
ingar. Og ávextir þess sáust. Því að gagnfræðapróf
kom og stúdentspróf kom, með óvenju-vönduðum und-
irbúningi — heiman frá Fellsmúla.
Og nú höfðu prestsetrin á Suðurlandi hlotið nýtt
aðalmenntasetur. Fellsmúli var orðinn þar höfuðvígið,
og varð þó betur síðar, eftir að séra Ragnar, hinn
mikilhæfi, hlédrægi maður, gerðist þar aðstoðarprest-
ur föður síns og aðstoðarkennari. Enda þustu nú nám-
sveinar þar að, hvaðanæfa, ýmist til undirbúnings
gagnfræða- eða stúdentsprófs, jafnan með góðum á-
rangri. Kennarahæfileikar sér Ófeigs sál. og óvenju-
iðin heiting þeirra og hinnar haldgóðu þekkingar hans
frá skólaárum, einkum í tungumálum, hefur því, út
á við, öllu öðru fremur, sett innsigli hámenntamanns-
ins á hið farsæla ævistarf hans og gert hann víðkunn-
an, erlendum mönnum sem innlendum.
En það var þá líka þessi viljugi vilji og þessi með-