Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 102
370 J. Kr. 1: Sunnudagask. eða guðsþj. Nóv. -Des.
Ég vil geta þess, að próf. Ásmundur Guðmundsson
hefir alloft rætt við mig um sunnudagaskóla, síðan ég
tók að starfa að honum, og það er meðfram vegna
hvatningar frá honum og vegna greinar jjróf. Magnús-
ar, sem ég hefi svo ýtarlega rætt um skólann hér á
Bíldudal. En ég vona einnig, að þessi orð mín geti
orðið sem undirstrikun á því, að sunnudagaskólar eigi
að verða almennari en þeir eru nú.
Jón Kr. ísfeld.
Séra Eggert Ó. Briem
Einn þeirra manna, er lifðu á síðustu öld, sem óðum
er að fyrnast yfir, er Eggert Ó. Briem prestur að Hösk-
uldsstöðum á Skagaströnd. Ennþá eru minningar um
liann lifandi i hugum liinna elztu manna norður í
Húnaþingi, þar sem liann þjónaði brauði sínu, og' jafn-
an minnast Strandarbúar hans sem hins mikilhæfasta
manns, er þeir liafa haft af að segja.
Eggert Ólafsson Briem var fæddur að Grund í Eyja-
firði 5. júlí 1840 og var látinn heita eftir Eggert
Ólafssyni varalögmanni. Foreldrai lians voru Ólafur
timburmeistari á Grund, sonur Gunnlaugs Briem sýslu-
manns á Grund. En kona Ólafs og móðir Eggerts var
Dómhildur Þorsteinsdóttir frá Stokkahlöðum.
Þau Ólafur og Dómhildur áttu saman mörg börn,
þar á meðal Valdimar Briem vígslubiskup og Sigríði
konu séra Daviðs Guðmundssonar á Hofi i Hörgárdal.
Eggert ólst upp með foreldrum sínum, en er hann
liafði aldur til, gekk liann í Lærða skólann, 1855. Vér
vitum, að hann hatt þá vináttu við Matthías Jochumsson
er getur lians sem eins af þeim skólabræðrum sínum,
sem sér voru kærastir, og hann hafði kynni af, meðan
ævin entist, enda bera ljóð hans þar gleggst vitni.
Matthías telur Eggert meðal þeirra, er haustið 1860, á