Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 29
Kirkjuritið.
Ræða Magnúsar Jónssonar.
297
landsins, vísirinn fyrsti, er Háskóli vor spratt upp af,
Prestaskóli Islands.
Því þótti við eiga, að hér yrði fyrst safnast saman á þessu
aldarafmæli Prestaskólans.
f þeirri ágætu ræðu, sem fyrsti forstöðumaður Presta-
skólans, dr. Pétur Pétursson, flutti við það tækífæri, sagði
hann m. a.:
,,Ég vildi mæla eitthvað um hinn nýstofnaða Presta-
skóla, sem væri satt og rétt; en hann er ennþá eins og
óskrifað eyðublað í sögu okkar fslendinga, og það er
reynslunni ætlað að rita á blað þetta letur sitt og lýsingu
skólans."
Á þetta eyðublað er nú búið að skrifa í hundrað ár.
Og hvað er það þá, sem skrifað hefir verið?
Hafa vonirnar ræzt, að stofnun þessa skóla mætti leiða
til blessunar landi og lýð? Hafa kennarar hans rækt sín
störf svo, að til sóma hafi orðið bæði með ritum sínum og
öðrum störfum? Og hafa nemendur hans orðið sá þáttur
í þjóðlífi voru, sem vænta mátti?
Ég skal ekki og get ekki í þessari stuttu ræðu svarað
þessum spurningum í einstökum atriðum. Þessum spurn-
ingum er vandlega svarað í bók þeirri, sem í dag er út kom-
in, og er einmitt um það, sem síðastliðna öld hefir verið
nitað á blað það, sem dr. Pétur Pétursson sá óskrifað fyrir
framan sig, þegar hann stóð hér, 2. októbermánaðar árið
1847.
Það er lærdómsríkt að blaða í þessari bók. Og hvað
sem sagt verður um einstaka menn eða atburði til hins
betra eða lakara, þá hygg ég, að varla verði það haft af
þeirri stétt, eða þeim mönnum, sem frá Prestaskólanum
komu, að þeir voru miklir hirðar yfir Guðs börnum þessa
lands, og það í mjög rúmri merkingu þess orðs.
Allt, sem lifir, allt, sem hinn guðdómlegi undramáttur
lífsins lyftir frá duftinu, hefir þessi stétt látið sig skipta.
fslenzkir prestar hafa ræktað jörðina, hlúð að hinum