Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 111
Kirkjuritið
Séra Eggert Ó. Briem.
379
prestsskap fyrir aldur fram, heilsa hans tók að bila,
svo að hann sótti um Iausn. Árið 1890 fluttist hann að
Gili í Skagafirði og bjó þar eitt ár, fluttist þá til
Reykjavíkur og fékk þá tækifæri til þess að njóta sín
við fræðiiðkanir. En þau ár urðu aðeins tvö, því að
hann andaðist 9. marz 1893, aðeins 53 ára að aldri, var
dauðamein lians lungnabólga. Þegar hann flutti til
Reykjavíkur, var liann nokkuð farinn að láta á sjá,
liann var eigi lengur liið íturvaxna glæsimenni og það
því fremur, sem hann vandaði eigi jafnan búnað sinn.
Merk gáfukona minnist þess, er hún ung var stödd
við jarðarför Péturs hiskups Péturssonar 3. janúar 1891.
Þá varð lienni starsýnt á mann nokkurn i hópi liivma
prúðbúnu manna, sá var hár og renglulegur og bar
barðastóran hatt á höfði, svo að ógjörla sá í andlit
honum. Mórendum vaðmálsfötum var hann klæddur,
með trefil um hálsinn og íslenzka skó á fótum. I því
hún var að virða hann fyrir sér, þá tók hann ofan fyrir
konu þeirri, er hún var í fylgd með. Hún leit þá yfir-
svip þessa manns og augu, og fannst henni þá í raun-
inni liann vera einna glæsilegastur og fríðastur allra
þeirra, er þar voru samankomnir. Svo voru hin fögru
augu hans heillandi. En séra Eggert var mjög dáður
fyrir, hve vel hann var eygður, en sá var maðurinn, er
hin unga stúlka var að virða fyrir sér.
Séra Eggert Briem var lesinn til moldar i Reykjavík.
í kafaldshríð fóru nokkrir prestaskólapiltar með kistu
hans eftir Suðurgötu suður í kirkjugarð. Fátt manna
fylgdi til grafar hinum lítt þekkta sveitapresti, en það
gerði ekkert til, því ennþá leila minningar Strandarbúa
til ævi Eggerts prests, er fella þann dóm meðal hinnar
elztu kynslóðar, að hann sé hinn mikilhæfasti prestur,
er það man eftir.
Þannig lieldur gamli Briem ennþá vclli í liugum
sóknarbúa, þótt ýmsir prestar liafi komið og farið frá
Höskuldsstöðum. Pétur Ingjaldsson,