Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 76
344
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
Jón Sigurðsson, hugsaði hátt og starfaði stórt fyrir land
sitt og þjóð sína, var ef til vill og líklega ekkert svo hátt
og stórt sem hugmyndin um landsskóla.
Hún var svo há, að Islendingar ættu að geta sjálfir í
heimahögum sínum skapað sér hámenningu, eignazt há-
menntaða forgöngumenn á hverju sviði, skafið af sér ó-
merkingarstimpilinn, sem erlend áþján hafði á þá þrýst
og gjört sér og öðrum arðbæran undursamlega dýra menn-
ingararfinn, sem forfeðurnir höfðu þeim eftir látið.
Stofnun Prestaskólans fyrir 100 árum var fyrsta sporið,
sem skólahugmyndin háa steig út í lífið og veruleikann, og
siðan sporið var stigið fullt með stofnun háskólans, hefir
guðfræðideildin innan hans með heiðri haldið uppi erfi-
minningunum frá fyrstu virðulegu byrjun hans. Það var
eðlilegt, að þetta fyrsta spor væri stigið á braut guðfræð-
innar. Fram að þeim tíma höfðu latínuskólaprófin haft
háskólagildi þ. e. a. s. veitt aðgang að prestsembættum og
kennslan þá svo sem við varð komið haft það fyrir augum.
Þar var þá fyrst og hægast úr að bæta. Skólinn var svo
lánssamur að þegar í upphafi var ágætum mönnum á að
skipa.
Fyrstu forstöðumenn skólans voru frábærir menn að
gáfum og lærdómi. Fyrstur þeirra — og sá, sem frá upp-
hafi mun hafa sett svip sinn á skólann — var Pétur Péturs-
son, síðar biskup, og eftir hann, hvor af öðrum Sigurður
Melsteð og Helgi Hálfdánarson. I fyrstu, frá upphafi 1847
voru þeir saman Pétur og Sigurður, og síðan, þá er Pétur
varð biskup 1866, þeir Sigurður og séra Helgi, sem var
fyrsti kennari og forstöðumaður samtals frá 1867 -1894,
en Sigurður fékk lausn 1885. Má því svo segja, að á fyrri
aldurhelmingnum bæri skólinn svip þessara þriggja önd-
vegismanna.
Þeir voru allir frá Kaupmannahafnarháskóla, en þá
höfðu fyrir og eftir næstliðin aldamót verið í Danmörku
stórlærðir og frægir guðfræðingar. Og þó að uppi væri um
þau aldamót, fyrir og eftir, svokallaður rationalismi (skyn-