Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 69
Kirkjuritið. Ræða dr. Sigurgeirs Sigurðssonar.
337
Það er augljóst mál, að hún hefir haft rétt fyrir sér.
Sú staðreynd má vel auka oss þjónum hennar nýja krafta
og trú.
En það er þó ekki kirkjan, sem ég fyrst og fremst er að
mæla fram með — ég vildi óska, að ég gæti sannfært yður
um það — heldur Kristur. Kirkjan drýgir sínar yfirsjón-
ir og hefir sína galla. Það er af því, að hún samanstendur
af fólki eins og mér og þér. — Vér erum ekki að bjóða fram
kirkjuna — heldur Jesús frá Nazaret. Hann, sem ekk-
ert musteri og engin kirkja rúmar. Hann, sem er svo hátt
hafinn, heilagur og fagur, að hann brýtur af sér öll bönd.
Einnig bönd trúfræði og játninga og kennisetninga, til
þess að geta komið til allra, líka minnsta og óhreinasta
bróðurins, sem er lengst niðri, því að Kristur elskar alla
og ekki sízt hinn glataða son.
Ein af allra björtustu og beztu stundum í starfi mínu var
á prestastefnunni í vor, er þér, meginþorri íslenzkra presta,
er þar voruð staddir, sameinuðust um einingartillögu í
íslenzku kristnilífi og starfi, er þar kom fram. Sú ákvörð-
un er góð gjöf til kirkju Islands á þessu merkisári. Mér
finnst það eins og ný dagrenning í starfi íslenzkra sáðmanna,
að þeir ætla sér að standa saman og vinna saman að
jákvæðu starfi, þrátt fyrir skoðanamun í trúfræðilegum
atriðum, sem auðvitað er bæði eðlilegur og sjálfsagður,
starfa saman á grundvelli opinberunar Jesú Krists, orða
hans, anda og fyrirmyndar.
Sú fylking má ekki rofna. Og vel mætti þetta verða til
eftirbreytni öðrum stéttum og félögum þessa lands, þar sem
einingu vantar og fullkomin skilyrði til að vinna saman að
settu marki.
En þrátt fyrir sameinaða krafta vora, erum vér veikir.
Sáðmannsstarfið er þess eðlis, að oft verður lengi að
bíða árangurs. Oft er jarðvegurinn grýttur og ófrjór. Svo
koma þyrnar, og oft er illgresi sáð af óvinum yfir allan
akurinn.
23*