Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 34
302
Aldarafmæli Prestaskólans:
Nóv. - Des.
blað. Ég tek enn orð úr ræðu dr. Péturs Péturssonar. Þau
eru enn jafn sönn um framtíðina. Hann segir:
„Fyrst menn geta enn sem komið er ekki sagt annað
um Prestaskólann en spár sínar og hugboð, þá ræður að
líkum, að ég muni spá vel fyrir honum, og bið ég góðan
Guð að gefa því orði sigur og láta það rætast.“
Já, við hljótum hér að lokum að hefja hugi okkar til
hans, sem er athvarf frá kyni til kyns og öll góð og full-
komin gjöf er komin frá, og þakka honum vernd og tjórn
liðins tíma, biðja hann að fyrirgefa það, sem vangert er
og illa unnið, en blessa allt það, smátt og stórt, sem gert
hefir verið og gert verður í góðum hug og í hans anda.
Við viljum biðja hann að stýra þeim höndum, sem letra
eiga sögu guðfræðideildar Háskólans. Við biðjum hann að
láta sinn heilagleika hreinsa starfið af öllu lágu og ljótu,
sinn sannleika lýsa yfir því og gegnum það allt, sem þar er
fram flutt, og sinn kærleika verma starfið, hlýja hjörtun
og ylja hugina, svo að þaðan megi hollir og lífgandi straum-
ar fara um kirkju vora og þjóðlíf allt.