Kirkjuritið - 01.12.1947, Blaðsíða 99
KirkjuritiS Sunnudagaskóli eða guðsþjónusta.
367
barnaguðsþjónustan hátíðlegri. Þau svöruðu því ját-
andi, en sögðu flest eitthvað á þá leið, að þau vildu
þó heldur fara til guðsþjónustu með fullorðna fólkinu.
En sunnudagaskólann kusu þau framar öllu öðru, sem
fram færi i kirkjunni þeirra vegna. Þar voru þau ekki
aðeins heyrendur, heldur einnig þátttalcendur. Þar
eru þau spurð, persónulega. Þau finna þar, að þau eru
persónur, sem tillit er tekið til sem einstaklinga, og við
það skerpist athygli þeirra til mikilla muna. Þau koma
líka sjálf með spurningar og athugasemdir. Sumt al'
því er stundum hroslegt og einfeldnislegt, en oftast
er hægt að gefa fullnægjandi svar, sem leiðir harnið
á hraut skilningsins. Slíkt er óhægt í harnaguðsþjón-
ustu, ef þá ekki ókleift í flestum tilfellum. Eg tel það
fært hverjum presti, að liafa sunnudagaskóla, hvort
sem liann er í sveit eða kaupstað, þótt vissulega séu
meiri vandkvæði á því í sumum sveitum. Til þess að
færa rök fyrir þessari fullyrðingu, vil ég taka reynslu
sjálfs mín. Ég þjóna bæði í sveit og kauptúni, og á
háðum stöðum liefi ég sunnudagaskóla, þótt sjaldan sé
hægt að liafa hann í sveitinni, þar sem sjaldau er
messað. En á þeim sunnu- eða öðrum helgidögum,
sem ég messa í sveitinni, liefi ég stundum sérstaka
stund fyrir börnin, skömmu eftir almenna guðsþjón-
ustu. Hér í kauptúninu er ég einn með sunnudagaskóla,
sem allt að 60 börn sækja, en það eru allflest hörn á
aldrinum 3 -15 ára. Eg skipti þeim í tvo aldursflokka.
Börn frá 10-15 ára koma fyrir liádegi, en þau yngri
eftir hádegi. Tilhögun skólans er að mestu eftir því,
sem helgisiðahókin segir til um. Ég gef þeim rnyndir
(,,Ljósgeisla“), og ræðum við um það, sem við sjáum
á myndinni. Síðan leiði ég hug þeirra og athygli að
minnistextanum, sem skráður er á hak myndarinnar.
Svo segi ég þeim sögur eða les fyrir þau. Stundum les
einhver nemandinn fallega sögu, sem hann liefir fund-
ið, og átti við eitthvað, sem sagt hafði verið i skólanum.
Fyrir allt að tveimur árum stofnaði ég blað í skólan-
25