Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 22

Kirkjuritið - 01.12.1947, Page 22
290 Helgisagan um jólarósirnar. Nóv. - Des. lokum gátu opnað lófann, sáu þeir, að þetta voru tveir hvítir laukar, sem hann hafði rifið upp úr mosa og laufi. Og þegar leikbróðirinn, sem fylgt hafði Hans ábóta, sá þessa lauka, tók hann þá og gróðursetti í jurtagarði Hans ábóta. Hann gætti þeirra allt árið í von um, að þeir myndu blómgast, en hann beið árangurslaust bæði vor, sumar og haust. Þegar svo veturinn kom og öll blóm voru visnuð, hætti hann að gá að þeim. En þegar aðfangadagskvöldið kom, minntist hann svo mjög Hans ábóta, að hann fór út í jurtagarðinn, til þess að hugsa um hann. Og nú þegar hann gekk meðfram staðnum, þar sem hann hafði stungið niður rótarhnúðunum, sá hann, að upp höfðu komið grænir stönglar, sem báru fögur blóm með silfurhvítum blöðum. Hann kallaði á alla munkana í Hrísaklaustri, og þegar þeir sáu, að þessi jurt óx á aðfangadagskvöld, þegar allar aðrar sýndust dauðar, skildist þeim, að Hans ábóti hafði í raun og veru tínt þá í Gönguskógi. En leikbróðirinn bað um leyfi til þess að færa Absalon biskup nokkra þeirra. Þegar leikbróðirinn kom til Absalons biskups, rétti hann honum blómin og sagði: „Hans ábóti sendir þér þctta, það eru blómin, sem hann lofaði að tína handa þér í jólagarðinum í Gönguskógi.“ Þegar Absalon biskup sá blómin, sem höfðu vaxið úr jörðinni í vetrarkuldanum, og heyrði orð leikbróðurins, fölnaði hann eins og hann hefði séð svip. Hann sat þögull nokkra stund og sagði síðan: „Hans ábóti hefir haldið orð sín, og eins skal ég halda mín.“ Og hann lét gefa út griðabréf handa ræningjanum, sem hafði ver- ið útlagi í skóginum allt frá æsku. Hann fékk leikbróðurnum bréfið, og hann lagði af stað upp til skógarins og leitaði uppi ræningjahellinn. Þegar hann kom þang- að á jóladaginn, kom ræninginn á móti honum með reidda öxi: „Eg skal höggva ykkur munkana, hversu margir sem þið eruð,“ sagði hann. Eflaust er það ykkur að kenna, að Gönguskógur klæddist ekki í nótt í jólaskrúða." „Það er eingöngu mér að kenna,“ sagði leikbróðirinn, „og ég vil fúslega deyja fyrir það, en fyrst verð ég að færa þér skilaboð frá Hans ábóta.“ Og hann tók upp bréf biskupsins og útskýrði fyrir manninum, að honum væru nú gefin grið. „Héðan í frá skalt þú og börn þín fá að leika ykkur í jólahálmi og halda heilög jól með öðr- um mönnum, eins og Hans ábóti ætlaðist til,“ sagði hann. Þá stóð ræninginn kyrr, fölur og fár, en ræningjakonan sagði í hans stað:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.