Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Side 30

Kirkjuritið - 01.09.1949, Side 30
188 KIRKJURITIÐ Og þó að fullyrða megi, að sálgæzlan sé ekki eingöngu fólgin í prédikun um iðrun og yfirbót, þá keppir hún ófrávíkjanlega að því marki að koma manninum nær Guði, hvaða leiðir, sem hún fer, því að kristinni sálgæzlu getur aldrei dulizt eilífðargildi mannssálarinnar, án þess missir hún marks. Hún miðar því fyrst og fremst við það, sem Kristur hefir opinberað okkur um, hvað Guð ætlar manninum að verða, að hann er ekki augnabliks heldur eilíft lifandi og starfandi vera eða persónuleiki, sem þarf að vera í fullu samræmi við heilbrigt líf, en án þess getur maður- inn aldrei orðið hamingjusamur. En til þess að geta orðið það verður hann að vera í algjöru andlegu jafnvægi. Hvað snertir hina heilbrigðu vill hún hjálpa þeim til að halda andlegu jafnvægi og miðar þannig að andlegri heilsuvernd, en hvað hina sjúku snertir vill hún taka að sér hlutverk miskunnsama Samverjans. Hún starfar því ávallt með ákveðinn árangur fyrir aug- um, og henni hefir vissulega mistekizt, ef ekki hefir verið stigið neitt spor í rétta átt. Þannig má segja, að kristin sálgæzla miði við vilja Guðs í þeirri trú, að það sé manninum fyrir beztu í tímanlegum og andlegum efnum. Læknirinn miðar hinsvegar við hina líðandi stund og lætur sig fyrst og fremst varða heilbrigði mannsins í þessu jarðneska lífi, að hann fái lifað lífinu sterkur og hraustur og notið þess að vera virkur og dug- andi þjóðfélagsþegn, sem alið getur önn fyrir ástvinum sínum. Bæði prestum og læknum er kappsmál, að þetta verði sem almennast, því að það er undirstaðan að allri sannri velgengni. Þeim ber því að vinna saman, og þekkja um leið hvor sitt verksvið, sem grípa að sjálfsögðu mjög hvort inn í annað, en eru þó óhjákvæmileg hvort öðru, eigi góður árangur að fást. Það er því þýðingarmikið atriði, að hvorugur reyni að rýra gildi hins í orðum eða athöfnum, svo sem eins og með því að gjöra hvor annan tortryggilegan í augum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.