Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Side 48

Kirkjuritið - 01.09.1949, Side 48
206 KIRKJURITIÐ í ríkara mæli við þennan starfsþátt en nú er. 1 guðfræði- náminu ætti sálfræði og sálsýkisfræði að skipa veg- legan sess. Þau fög á að kenna í guðfræðideildinni bæði bóklega og verklega. Og tengslin milli prests og sóknarbarna þarf að knýta enn fastar. Það yrði á engan hátt betur geii: en með endurvakningu einkaskriftanna. Skriftamálin í höndum víðsýns og sálfræðilega menntaðs prests gætu orðið eitt áhrifamesta vopn andlegrar heilsuverndar. Þeir prestar, sem nú standa í starfi, mega ekki afsaka sig með því, að þá skorti kunnáttu í nútíma sálfræði og því eigi þeir erfitt um vik. Þeirra hlutverk er braut- ryðjandans. Þeir geta beitt sér fyrir því nú þegar, að eftirkomendur þeirra í starfi hljóti betri sálfræðilega menntun en þeir sjálfir áttu kost á. Skriftastarfið, sem aldrei hefir lagzt niður til fulls, geta þeir hafið aftur til vegs og virðingar. Endurbætur sem þessar mundu ekki aðeins koma veraldlegri sálgæzlu að miklu gagni, heldur og gera aðalstarf prestsins, hina trúarlegu sálgæzlu, áhrifa- og árangursríkari. Alfreð Gíslason. Úr bréfi frá lœknanema í Stokkhólmi. Ég sé að þið hafið haft Helga Tómasson og Alfreð Gíslason á prestafundunum í sambandi við sálgæzlu. Þetta finnst mér vera spor í rétta átt. Hér hafa margir prestar sálfræðilega þekkingu. Ég hefi í vetur verið meðlimur í St. Lukas Stiftelse, sem stjórnað er af methodistaprestinum Göte Bergsten, sem er mjög vel menntaður og hleypidómalaus. Höfum við haft fyrir- lestra og umræðufundi um sálfræðileg vandamál. Þessi stofn- un hefir á að skipa læknum, sem gegn vægu gjaldi reyna að leysa úr sálarflækjum fólks. Kirkjan verður að forðast að vera of ströng og fordæma það, sem er bara mannlegt. Göte Bergsten undirstrikaði, að maður hefði ekki aðeins skyldur við aðra, heldur einnig við sjálfan sig, en hið síðara gleymist oft í ræðum prestanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.