Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1949, Page 89

Kirkjuritið - 01.09.1949, Page 89
BÆKUR 247 legt, og hvorki þeir né aðrir munu nokkru sinni finna þar neitt meðalhóf. Meðan hugurinn er kafinn í efnishyggju og sjálfselsku, þykist enginn maður nokkru sinni fá nóg, heldur öfundar hver ann- an og reynir að hrifsa til sín þau lífsgæði, sem hann nær, hvort sem hann hefir fyrir nokkru unnið eða ekki. Kirkjan hefir frá öndverðu skilið, að það þarf aðra tegund af réttlæti til að frelsa heiminn, en réttlæti eigingirninnar og Mammons. Þess vegna hefir hún boðað réttlæti kærleiksþjón- ustu og fórnar. Þetta er öllum postulum eigingirninnar hið mesta hneykslunarefni og sýnast þeir hvorki skilja eða vilja skilja sjónarmið hennar. Með fráleitum söguskýringum og enn- þá lélegri heimspeki reyna þeir að telja fólki trú um, að þetta sé afturhald og kirkjan sé með afstöðu sinni að berjast „gegn framförunum.“ Sannleikurinn er sá, að kenning kirkjunnar er miklu róttækari og djúpúðugri en allt kák og fimbulfamb pólitískra byltingasinna, sem reynslan hefir sýnt, að jafnan endar með ofbeldi og svörtustu kúgun. Einar Arnórsson segir margt skynsamlegt, Galtómar svo sem af honum er að vænta (en mistekst kirkjur. þó stundum). Meðal annars hyggur hann, að það þjóðfélag væri bezt sett, er allir borgarar þess tryðu á persónulegan Guð, á annað líf og að líðan þeirra þar færi með einhverjum hætti eftir háttsemi þeirra í þessu lífi. Segir hann, að „svokölluð kristin kirkja" aðhyllist að vísu þessar kenningar, en hafi þó fjarlægt fjölda manna frá þeim með alls konar yfirsjónum sínum. (Sennilegt er þó að hún hafi kennt fleirum að trúa á þetta). Kemur svo hið venju- lega syndaregistur aftan úr öldum. Ekki neitar hann íslenzku kirkjunni um, að hún hafi losað sig við ýmsar af þeim kreddum, sem fælt hafa ágæta menn frá, en þá hefir hún við þá mæðu að berjast, að hún sýnist nú eiga fáa eða enga afburðakennimenn, og fyrir það hefir hún að dómi E. A. misst svo tökin á landslýðnum, að kirkjurnar standa galtómar víða flesta helgidaga ársins. „Messuföllin eiga vafalaust rót sína að rekja til þess, að fólki þykir prestar sínir hafa svo lélega andlega fæðu að bjóða. Beri menn kjörfundasókn í sveitum landsins saman við kirkjusókn til prestsins á helgidögum. 80 '—90% „háttvirtra kjósenda sækja kjörfundi, en hversu mikill
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.