Kirkjuritið - 01.06.1966, Side 4
Þorbergur Kristjánsson:
Synóduspredikun
flutt í Dómkirkjunni, 21. júní 1966.
Nehemíabólc 2, 17: Þér sjái'ii, hversu illa vér erum staddir,
]>ar sem Jcrúsalem er í eySi lögS og hliS hennar í eldi
brennd. KomiS, vér skulum endurreisa múra ]erúsalem, svo
aö vér verSum ekki lengur hajSir aS spotli.
Guð'smaðuriun gamli, sem liér var vitnað í, er að vísu ekki
þeirra á meðal, sem efst eru á baugi, — lieldur ekki þar sei»
klerkar koma saman lil málþinga. Engu að síður sýiulist mer
þó, sem það gæti e.t.v. verið ómaksins vert að slaldra stundar-
korn við hans mynd og liyggja aðeins að því, hvað liann hef»r
til okkar að tala yfir aldahaf og árþúsunda.
Nehemía er uppi eftir herleiðinguna, — eða um miðbik
persneska tímabilsins, nánar tiltekið (á 5. öld f. Kr.) og hef-
ur á liendi liáa stöðu við liirð Persakonungs. Að öllum líh-
indum hafði liann aldrei litið ætthorg sína augum, en eins og
sérliver Gyðingur elskaöi hann liina fornu horg, vegna lielgr;l
tengsla hennar við þjóð lians og Guð, — og þar voru feður
lians grafnir.
Dag einn heyrði liann svo sagt frá liinu ömurlega og óhugB"
anlega ástandi, er landar lians áttu við að húa þar lieima, °c
það snart liann djúpt.
Einn af bræðrum lians hafði verið á ferð í borginni °'ó
gaf átakanlega lýsingu á eyðileggingunni þar og erfiðum a^‘
stæðum íbvianna.