Kirkjuritið - 01.06.1966, Side 13
Jakob Jóh. Smári:
Eg leita þín
Eg leita þín, ó Guð, í geimsins djúpi
og græt af því, hvað ég er ógnar-smár,
en veit, að baki veraldanna hjúpi
er voldug sál, er þekkir öll mín tár.
Eg leita þín, ó Guð, í gæzku manna,
og góðverk sérhvert er mér boð frá þér,
að ástin þín mun aldrei hindra og banna,
þá ást, er ég í hjarta minu ber.
Eg Ieita þín, ó Guð, í sjálfs min sálu
og sé af þínum gróðri brotinn reyr
og agnar-neista, er annir dagsins fálu,
en á að blossa i ljóma siðar meir.
Eg finn þig, Guð, í heimsins víða veldi,
í von og trú hjá þínum breyska lýð,
í hugsjónanna mætti, í ástar eldi, —
því öllu ræður hönd þín, sterk og blíð.
Eg finn þig, Guð, í öllu og í öllum,
þótt oft sé mynd þín heimsins ryki stráð.
í lágum kofum sem í háum höllum
skín hjálpráð þitt og eilíf dýrð og náð.