Kirkjuritið - 01.06.1966, Qupperneq 32
270
KIRKJURITIÐ
Kirkjudagar og kirkjuvikur liafa verið á ýmsum stöðum.
Árnessprófastsdæmi liafði nokkra samfellda kirkjulega þætti
í Ríkisútvarpinu á föstunni og þóttu þeir takast mjög vel.
Prestafélagið og deildir þess liafa starfað ineð líkum liætti
og áður.
Vísitazía, utanfarir.
Ég vísiteraði Eyjafjarðarprófastsdæmi í júlímánuði og geynii
góðar minningar um frábæra gestrisni og viðmót prófasts,
presta og safnaðarfólks.
Ég tók þátt í liátíðahöldum í ágústlok í Stokkhóhni og Upp-
sölum, þegar minnzt var þess, að 40 ár eru liðin frá því er liið
fyrsta ekumeníska kirkjuþing á síðari öldum var liáð í Stokk-
liólmi árið 1925. Veittist mér sú gleði að prédika í Uppsala-
dómkirkju við það tækifæri. Ég sat fund þeirrar nefndar Lút-
lierska Heimssambandsins, sem ég á sæti í, og liefur að við-
fangsefni guðsþjónustuna og trúarlífið. Sá fundur var í Sig-
túnum dagana 6.—10. september að báðum dögum meðtöldum.
Þá var ég viðstaddur þinglausnir í Rómaborg í desember.
Sr. Jón Hnefill Aðalsteinsson og kona lians voru fulltrúar
af Islands liálfu á Ansgarshátíð í Svíþjóð í júní í fyrra, en sr.
Jóu liefur verið við nám í Uppsölum undanfarna tvo vetur og
liefur nú lokið licentiatsprófi.
Frú Anna Bjarnadóttir sótti norrænt prestkvennamót í Hur-
dal í Noregi 19.—21. júní í fyrra.
Sr. Kristján Búason, sem einnig liefur verið að námi í Upp-
sölum í vetur, sat fulltrúafund norrænu, ekumenísku stofn-
unarinnar í Sigtúnum í janúar.
Sr. Ingólfur Ástmarsson og sr. Lárus Þ. Guðmundsson sóttu
ráðstefnu Lútlierska Heimssambandsins, sem lialdin var í Osló
í apríl og fjallaði um starfsliætti safnaða, eins og mál liorfa
við á Norðurlöndum.
Það er vert að geta þess, að í undirbúningi er að lialda sanis
konar ráðstefnu liér á Islandi næsta ár, með aðstoð Lútherska
Heimssambandsins en með íslenzka staðliætti að viðmiðun.
Sr. Magnús Guðmundsson, sjúkrahúsaprestur, og sr. Jónas
Gíslason, sendiráðsprestur, sátu fund norræna sjúkraliúsapresta
í Fuglsang í Danmörku um síðustu mánaðamót.