Kirkjuritið - 01.06.1966, Síða 42
280
KIKKJDBITIÐ
Mér finnst greinarliöfundur úlfúðarfullur. En staðleysurnar
kunna að stafa af fáfræði, sem er þá vonandi næsta einstæð.
Eða er þetta sannleikur:
Að „liið raunverulega starf presta“ sé „fólgið í umboðs-
mennsku fyrir Hagstofu Islands?“
Nei.
Að kirkjan liafi aðeins áður fyrr sannað gagnsemi sína á þeiin
tveim sviðum, sem nefnd eru í greininni?
Nei.
Kirkjan liefur verið mesta menningarafl þjóðarinnar uni
aldir. Skólarnir og líknarstofnanirnar eru einnig frá lienni
runnin.
Hún á tvímælalaust líka enn sinn þátt „í varðveizlu tungu
og þjóðernis“. Þar liefur Frjáls þjóð, sem heldur ekki er von,
alls ekki leyst hana af hólmi.
Er það „ósvinna“ af ríkisvaldinu „að leggja skattaálögur, svo
milljónatugum nemur, á þjóðina í þágu kirkjunnar?
Nei.
Vegna þess að þjóðin leggur sjálf á sig þessa byrði. Yfir 90
af hundraði Islendinga eru í þjóðkirkjunni að eigin ósk. Þeir
vilja þrátt fyrir allt, að kirkjan lialdist í landinu og finna ekk-
ert fyrir þeim útgjöldum, sem til hennar ganga.
Vildi ekki greinarhöfundur birta það í blaði sínu, livað þau
eru mikill hluti af útgjöldum ríkisins?
Hann gæti meira að segja, ef liann óskaði, borið þau saman
við það fé, sem rennur liér á landi til áfengiskaupa árlega. Og
lagt svo út af því.
1 annarri grein í öðru blaði er kirkjan óbeinlínis sökuð uni
skrílslæti í Reykjavík nóttina eftir 17. júní s.l.
Mér fannst það líka grunnfærnislegur sleggjudómur.
Því krefjast ekki andkirkjulegir menn hlutlausrar rannsókn-
ar á starfi kirkjunnar og áhrifum kristindómsins í landinu?
Það ætti að vera þess vert, ef þeir eru þeirrar trúar,
engin stofnun sé þjóðinni til öllu meiri óþurftar og tiltölulega
dýrari í rekstri en kirkjan.
Ég fyrir mitt leyti er alsannfærður um að þeir unglingar?
sem nú eru mest sakfelldir, hafi ekki brotið af sér sakir of"