Kirkjuritið - 01.06.1966, Side 75
KiRKjuniTin
313
Voru mestmegnis danskir prestar í eyjunum. Nú er þar aðeins
einn á Sandey, gamall. Og er ekkert að því fundið þótt liann
Prediki á dönsku. Sungnir eru þó sálmar á færeysku.
Það var ekki fyrr en 1937 að leyft var að messa á færeysku.
Skorti ]>á bækur. Fyrsta útgáfan af færeysku Nýja testamenti
kom 1937. Biblían öll í einkar smekklegri útgáfu loks 1961.
Sania ár fyrsta færeyska sálmabókin. Helgisiðabókin frá 1939
er þýðing á þeirri dönsku.
Kirkjusókn er góð í Færeyjum samanborið við flest önnur
lönd. Talið er að um 10—15 af hundraði sæki kirkju á helgum
ðögum.
Kirkjurnar eru 58 og jafnan fer fram guðþjónusta í þeim
öllum, alla lielga daga. Vitanlega fá ekki prestarnir annað því.
koma meðhjálpararnir til skjalanna. Þeir lesa predikun í
þeim kirkjum, sem prestar koma ekki til. Og sungið er að
sjálfsögðu. Ekki mega meðhjálpararnir predika né lesa aðrar
Ptedikanir en leyfi er fengið til, prentaðar eða fjölritaðar, sem
Pr°fastur, nú biskup, liefur sent eða tilkynnt um. Mikið liafa
Verið notaðar tvær postillur eftir Dalil prófast. En hann og
Kammerstein eru meðal kunnustu kirkjuböfðingja Færeyinga
^yrir margar sakir. M. a. gildi þeirra fyrir verndun málsins
°g sálmakveðskapar.
Djáknamessurnar eru lítið verr sóttar en hinar. Tók biskup
l*l dæmis að á Kablbak í nánd við Þórsliöfn, þar sem 90 manns
°ri1 í sókninni, sækja að jafnaði 32 þegar prestur messar, en
-7 þegar djákninn les. Leikmannastarfsemi er öflug í Færeyj-
'im og lieldur uppi miklu beimatrúboði og eins sjómannatrú-
mði. Rekur t. d. sjómannastofu í Grænlandi, liér á Islandi og
ma í Þórshöfn. En venjulega eru prestar formenn þessara
Samtaka, svo að ekki er um neinn klofning kirkjunnar að ræða,
midur þvert á móti eflingu liennar.
^œntanlega fara kirkjuleg tengsl vor við þessa granna og
r*ndur vora vaxandi í framtíðinni, báðum til góðs.