Kirkjuritið - 01.06.1966, Side 63
KIRKJURITIÐ
301
úður gaf ríkulega uppskeru. Þannig eyddist veiði fengsælla
vutna og margir óttast að þannig liöfum við verið að ganga á
Jnestu auðsuppsprettur við strendur landsins, sem öll afkoma
l'jóðarinnar byggist svo nijög á efnalega. Þetta er það, sem með
rettu er nefnd rányrkja, — þegar menn vilja taka meira út en
Jnn er lagt í þessum viðskiptum við gróðuröfl lífsins og vaxtar-
ins.
Hugsanlegt væri að við kynnum þannig að skila af okkur svo
runu og rændu landi að frjósemi og auðsuppsprettum, að niðj-
Uln okkar yrði tæpast líft í landinu, og það jafnvel þótt þeir
Ijasfu um síðir sáðmanns- og ræktunarstörf af öllum kröftum. En
ninn möguleikinn er líka fyrir hendi, að okkur auðnist að skila
bví þannig, að það verði æ frjórra og byggilegra eftir því sem
Þniar líða. Og jafnan hlýtur það að verða svo í þessum viðskipt-
um, að það er engann veginn alltaf sá sami, sem sáir og sá sem
nppsker. Landið, sem við byggjum, er ekki einungis eign okkar,
seni nú njótum þess, heldur og niðjanna, sem á eftir koma, — og
þeir munu gjalda þess, eða njóta, hvernig viðskiptum okkar við
það nú er háttað. Þetta mun virðast nokkuð augljóst mál, a. m.
k. ölluin þeim, sem ekki gætu hugsað sér að selja frumburðarrétt
S1nn til landsins fyrir baunadisk. Og vonandi er ekki ástæða til
gruna neinn um það. Nú kynni e. t. v. einhver að vilja spyrja,
liver tilgangurinn sé með þessum ræktunarþönkum. Flestir trúi
eg þó að þegar hafi skilið, að hann er sá, að vekja sem gleggsta
athygli á því, að sama viðskiptalögmál ríkir í andlegu lífi þjóð-
ar okkar og framvindu þess. Að þar gildir einnig lögmál sáning-
ar og uppskeru. En kannski er til of mikils mælzt af okkar
^ynslóð, að hún revni að skilja orð skáldsins Stephans G. Step-
l'anssonar um ræktunarstarfið, er hann segir:
„Að hugsa ‘ekki’ í árum en öldum,
að alheimta’ei daglaun að kvöldum,
svo þroskast mannsævin mest“.
Skáldið á hér við hinn andlega þroska. Hin göfgandi áhrif,
6er*t aukin yfirsýn veitir, þá sálubót, sem veitist fyrir vitund
þess, að verið sé að vinna fyrir framtíðina, — þá innri gleði
°g fullnægju, sem það vekur hverjum manni, sem heill er á
Iiug 0g hjarta, að gefa eitthvað af sjálfum sér, fórna einhverju