Kirkjuritið - 01.06.1966, Side 46
284
KIRKJURITIÐ
Viðurstyggð eyðingarinnar og eldar liatursins eru orðin oss
að nokkurs konar æsandi kvikmyndasýningu.
Þess vegna er lilutverki kirkjunnar ekki lokið, lieldur liefur
sjaldan eða ahlrei verið brýnni þörf kristilegrar vakningar.
Það vantar menn, sem ganga á hólm við fjandskap og spilh
ingu svo sem spámennirnir gerðu forðum. Menn, sem þvo fætur
meðbræðra sinna og biðja fyrir þeim, sem hölva þeim, eins og
Kristur sagði að lærisveinar lians ættu að gera.
Enginn kristinn maður er kallaður til að kasta sprengju,
heldur erum vér öll kölluð til að stofna til friðar.
Eflaust liafa fleiri en eg hrokkið við, þegar U Tliant minnti
á sinn hógværa en stórmannlega hátt á, að liann væri Búdda-
trúarmaður og teldi sín trúarbrögð öllum æðri, þótt hann játaði
að sami kjarninn — sami sannleikurinn fælist í öllum trúar-
brögðum.
Eg sagði við sjálfan mig: Kristur er mestur! En um leið
spurði eg með sjálfum mér: Sýnum vér það? Hvernig boðuni
vér kristnina nú, bæði heima fyrir og annars staðar?
Verkin liljóta alltaf að skera úr um hverrar trúar vér eruin
í raun og sannleika.
Sú kristni, sem predikar með eldsprengjum er ekki lífvæn
og á ekki að vera það.
Hún er lieldur ekki kristni. Hún er andkristni.
Sönn kristni var og er morgunroði. Von nýrrar og betn
veraldar.
Það er hún, sem lirífur til þjónustu. Og skapar liina beztn
og mestu menn.
Hún er bezti vegurinn til friðar: heiminum.
Sá, sem setur sér að þjóna bæði Guði og Manmioni lcemst skjótt á þá skoð-
un að enginn Guð sé til. -— Logan Pearsall Smith
Það er virðingarvert að vilja finna sannleikann, jafnvel þótt menn vill>s*
eitthvað á veginum. — Lichtenberg