Kirkjuritið - 01.06.1966, Síða 60
KIHKJURITIÐ
298
Jafnframt var einróma samþykkt að „þakka B.SR.B. margra
ára baráttu fyrir kjarabótum opinberra starfsmanna.“
Þess var óskað að stjórn P.f. „hlutist til um að Helgisiða-
bókin verði gefin út að nýju eða endurprentuð,“ en lnin er
uppseld.
Kosin var nefnd til að fjalla um skattaframtal presta og
skipa hana: séra Jakob Jónsson, séra Jón A. Sigurðsson og
séra Kristján Bjarnason.
Eftir fundarhlé fluttu þeir séra Sigurður Guðmundsson,
prófastur á Grenjaðarstaða og séra Tómas Guðmundsson a
Patreksfirði, fróðleg og gagnleg erindi um nýja starfsbætti
kirkjunnar, samkv. kynningu sinni af erlendum kirkjum. Var
málið síðan rætt af nokkrum fundarmönnum.
19 fundarmenn lögðu fram svohljóðandi tillögu, sem var
samþykkt:
„Aðalfundur Prestafélags íslands skorar á stjórn prestafé-
lagsins að bún vinni að því við kirkjustjórnina að greiðsla
fyrir aukaverk presta verði innheimt með sóknargjöldum, en
ekki á þann liátt, sem nú er.“
Þeir stjórnarnefndarmenn: séra Bjarni Sigurðsson, séra
Gunnar Árnason og séra Sigurjón Gnðjónsson, sem ganga
áttu úr stjórninni, voru allir endurkosnir.
Varastjórnarmenn eru séra Arngrímur Jónsson og sr. Grím-
ur Grímsson.
Fulltrúar á þingi B.S.R.B. eru:: Sr. Jakob Jónsson, sr.
Gunnar Árnason og sr. Bjarni Sigurðsson.
Til vara sr. Grímur Grímsson, sr. Sigurður H. Guðjónsson
og sr. Ólafur Skúlason.
Endurskoðendur reikninga eru sem áður: séra Eiríkur J-
Eiríksson og séra Sigurður H. Guðjónsson.
Um kvöldið var kaffisamsæti fyrir félagsmenn og konur
þeirra, sem formaður stýrði á Gamla Garði. Aðalræðumaður var
séra Sigurjón Guðjónsson, prófastur, sem las upp þýdda og
fnunorta sálma. Var það vel þakkað sem og stuttar ræður, er
margir samkomugestir fluttu. Sungið var á milli og þótti hóf
þetta ánægjulegt.