Kirkjuritið - 01.06.1966, Blaðsíða 12
250 KIRKJURITIÐ
vift' séum of undurlátssamir eins og stráin, sem stormurinn beyg-
ir svo auðveldlega. — Já, að stundum þurfi ekki nema goluþyt
til þess að sverfa broddinn af þeim boðskap, sem við höfum,
eins og ég áður sagði, undirgengizt að bera mönnunum, — og
sem þeir eiga svo inikið undir komið, að ekki sé slegið af, —■
já að við svíkjum ekki söfnuðina, með því að prédika okkur
sjálfa í staðinn fyrir Jesúm Krist.
Við þurfum að gera okkur þctta alveg Ijóst og biðja um
manndóm og mátt til að breyta í samræmi við þá staðreynd,
að því aðeins fáum við þjónað söfnuðum okkar, að við liorf-
um á Herrann einan, en ekki liinar og þessar skoðanir eða
lieimatilbúnar liugmyndir, og flytjum svo mönnunum boð-
skap bans allan og ekki aðeins það, sem okkur þykir huggu-
legt og fallegt eða ætlum, að mönnum þyki þægilegt að heyra.
— Hálfur sannleikur er svo oft hættulegasta lygin.
Já, það er margt talað um áhrifaleysi kirkjunnar, ófátt, sem
verður hér að spotti, — og þetta stafar af því, segja menn, að
hún sé ekki nógu víðsýn og frjálslynd, -— ekki nógu vísinda-
leg eða nýtízkuleg.
Látum svo vera, — en mundi það með öllu óliugsandi, að
liér komi fleira til, er meiru valdi, — og þá m. a. þetta, að.við,
sem berum kristið nafn og segjumst láta okkur svo annt u®
kirkjuna, — að við séum ekki nógu greiðir farvegir áhrifum
lians og anda, sem er Herra liennar og liöfuð, — að við látum
okkur ekki nægja að vera speglar, heldur viljum vera sjálf-
lýsandi?
Ættum við ekki að byggja að þessu, liræður mínir, og hafa
spurninguna með beim?
Komið, vér skulum endurreisa múra Jerúsalem, svo, að vef
verðum ekki lengur liafðir að spotti.
Biðjum þess, að synodan, sem er að liefjast, megi efla oss
að lieilindum og liollustu við liugsjónirnar liæstu, — sameina
oss, endurnýja og styrkja í góðum ásetningi og verki.
Amen.